Jólin í eldgamla daga – Karen Lilja
JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAKaren Lilja Gunnlaugsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar
Ég ákvað að taka viðtal við mömmu mína og hún sagði að jólin hennar hafa alltaf verið dásamleg og aðventan er uppáhalds tíminn hennar á árinu vegna þess að hún elskar snjó, kulda, smákökur, laufabrauð og fjölskylduhittinga. Hefðirnar sem að hún hefur haldið síðan hún var yngri eru t.d að skera út laufabrauð og baka smákökur. Hún fór alltaf til ömmu sinnar og afa að gera laufabrauð í gamla daga en núna gerum við laufabrauð heima hjá okkur og amma og afi koma alltaf og skera það út með okkur. Við höldum líka í hefðina hennar mömmu að hafa alltaf lifandi jólatré og að við skreytum það alltaf á Þorláksmessu en við erum að færa það framar núna.

Mamma man líka vel eftir því að hafa verið að brasa úti með afa við að sjóða fótinn á jólatrénu á prímus úti á tröppum svo að það myndi vonandi lifa lengur. Við höfum líka alltaf svínahamborgarahrygg á jólunum eins og mamma ólst upp við. Pakkarnir eru líka alltaf opnaðir þegar að búið er að borða og ganga frá eftir matinn. Stundum fáum við samt að opna einn pakka fyrir matinn. Mamma sagði að jólin okkar væru mjög svipuð hjá henni af því að hún hefur haldið í svo margar hefðir frá sinni æsku. Svo klárar hún að laga til á Þorláksmessukvöldi þegar allir aðrir eru farnir að sofa og hún skiptir á öllum rúmum á aðfangadag. Henni finnst það mjög notalegt að vera að stússast þegar að allir eru farnir að sofa. Svo vöknum við og allt er orðið fínt á aðfangadagsmorgun.

Skógarpöddur
Jólin í eldgamla daga – Svanhildur Anna
Jólahefðirnar mínar – Sigrún Dania
Jólahefðirnar mínar – Ýma Rúnarsdóttir