Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Friðrika Sif

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAFriðrika Sif Ágústsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Pabbi og mamma eru fædd sama ár og þau eiga afmæli sama dag. Þau eru fædd 24. maí 1978. Þegar að pabbi var lítill þá voru jólin hjá honum eiginlega alveg eins og jólin sem að við höldum í dag. Eini munurinn er að á aðfangadagskvöldi þá var hamborgarhryggur hjá honum en hjá okkur núna er alltaf lambalæri. Pabbi var alltaf með þriggja rétta máltíð á jólunum. Í forrétt var oftast graflax og graflaxsósa með brauði. Síðan í eftirrétt var oftast ris alamande (sem er möndlugrautur á frönsku).

Jólahefðir sem að við höfum í dag eru þær að á aðfangadag um hádegi þá höfum við alltaf reyktan lax með eggjahræru og brauði. Þessi hefð kemur frá mömmu þegar hún bjó í Noregi. Síðan um kvöldið þá borðum við lambalæri og svo dönsum við í kringum jólatréð eins og pabbi gerði þegar að hann var lítill. Eftir það opnum við pakka og borðum svo eftirrétt. Það er oftast heimagerður ís.

Þegar að mamma var lítil þá voru ekki haldin nein jól heima hjá henni. Amma mín er Votti og mamma er alin upp sem Votti. Fyrir þá sem vita ekki hvað Votti er þá trúir þú á Guð en þú mátt ekki halda upp á afmælið þitt og ekki heldur jólin. Afi er ekki Votti þannig að amma og afi gerðu samkomulag um að það ætti að borða matinn klukkan sex og allir ættu að fara í sparifötin. Í matinn var hangikjöt, uppstúfur, soðin jarðepli og laufabrauð. Þessu var síðan öllu skolað niður með jólaöli.