Jólahefðirnar mínar – Björk Harðardóttir
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Björk Harðardóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Jólahefðirnar mínar eru ekki margar en það er ein sem er aðal. Aðal hefðin mín er jólasokkurinn minn. Allir í fjölskyldunni hjá mömmu minni hafa sokk með nafninu sínu á og alltaf á 25. desember opnum við pakkana úr sokknum okkar. Þetta eru ekki mjög stórar gjafir og eru líka oftast ódýrar vegna þess að pakkarnir eru bara smá auka gjafir. Ástæðan af hverju fjölskyldan mín hefur þessa hefð er vegna þess að langamma mín bjó í Bandaríkjunum og hún ákvað að hafa þetta hefð fyrir fjölskylduna og gaf mömmu minni og systur hennar fyrstu sokkanna og eftir það var þetta hefð. Annars eru hinar hefðirnar bara eins og hjá flestum að borða mat og opna síðan pakka. Ef ég hugsa um eitthvað meira er það bara að ég og fjölskyldan mín erum aldrei heima um jólin vegna þess að fjölskyldan mín í mömmu og pabba fjölskyldu búa langt í burtu frá okkur þannig að við nýtum jólin til að fara að hitta fjölskylduna.

Jólahefðirnar mínar – Fanney Mjöll
Jólin í eldgamla daga – Friðrika Sif
Jólahefðirnar mínar – Herdís Elfarsdóttir
Jólahefðirnar mínar – Róbert Darri