Fara í efni
Umræðan

Toppslagur Þórs og Hauka í Bónusdeildinni

Þórsarar fögnuðu glæsilegum sigri í bikarleik við Hauka á laugardaginn. Spennandi verður að sjá hvernig fer í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Það er skammt stórra högga á milli hjá kvennaliði Þórs í körfuknattleik. Í kvöld mætast tvö efstu lið Bónusdeildarinnar þegar Þór tekur á móti Haukum. Fólki er eflaust í fersku minni þegar liðin mættust í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn þar sem Þórsstelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Leikur liðanna í bikarkeppninni á laugardaginn var hin besta skemmtun þar sem Þórsliðið hafði náð góðri forystu, en Haukar náðu að hleypa spennu í leikinn undir lokin og náðu næstum að jafna, en þó ekki. 

Fyrir leikinn í kvöld eru Haukar í efsta sæti Bónusdeildarinnar, hafa unnið 12 leiki af 14, en Þór í 2. sæti með tíu sigra í 14 leikjum. Fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni verður tvískipt í efri og neðri. Haukar unnu fyrri leik liðanna í deildinni í nóvember með níu stiga mun.

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Haukar

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30