Fara í efni
Umræðan

Topplið HK reyndist of sterkt fyrir Þórsara

Jóhann Geir Sævarsson svífur inn úr horninu í kvöld. Hann var markahæstur Þórsara ásamt Viðari Erni Reimarssyni, þeir gerðu fimm mörk hvor. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Þórsarar töpuðu 30:24 í kvöld fyrir HK í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill66 deildinni. HK er í efsta sæti og eftir jafnan leik lengst af reyndust gestirnir sterkari á endasprettinum.

Jóhann skiptir í Þór

„Eins og kunnugt er hafa orðið breytingar á liðsskipan hjá okkar mönnum. Tveir af erlendu leikmönnunum eru ekki lengur með liðinu, þeir Kostadin Petrov og Josip Vekic,“ segir á heimasíðu Þórs í kvöld. „Þórsurum barst reyndar liðsstyrkur á lokadegi félagaskiptagluggans þegar Jóhann Einarsson gekk til liðs við félagið frá K.A. Hann var lánaður til Þórs í fyrravetur, en gengur nú til liðs við Þór með félagaskiptum. Þá er Viðar Ernir Reimarsson aftur kominn út á gólfið, en hann hefur lítið sem ekkert spilað það sem af er tímabili vegna þrálátra meiðsla.“

Mörk: Jóhann Geir Sævarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Andri Snær Jóhannsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Hlynur Elmar Matthíasson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1, Jonn Rói Tórfinsson 1.

Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 9 (23,1%).

Nánar hér á heimasíðu Þórs

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. mars 2023 | kl. 09:30

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
28. mars 2023 | kl. 12:00

Til Sunnu Hlínar

Hjörleifur Hallgríms skrifar
28. mars 2023 | kl. 06:00

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50