Fara í efni
Umræðan

Topplið HK reyndist of sterkt fyrir Þórsara

Jóhann Geir Sævarsson svífur inn úr horninu í kvöld. Hann var markahæstur Þórsara ásamt Viðari Erni Reimarssyni, þeir gerðu fimm mörk hvor. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Þórsarar töpuðu 30:24 í kvöld fyrir HK í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill66 deildinni. HK er í efsta sæti og eftir jafnan leik lengst af reyndust gestirnir sterkari á endasprettinum.

Jóhann skiptir í Þór

„Eins og kunnugt er hafa orðið breytingar á liðsskipan hjá okkar mönnum. Tveir af erlendu leikmönnunum eru ekki lengur með liðinu, þeir Kostadin Petrov og Josip Vekic,“ segir á heimasíðu Þórs í kvöld. „Þórsurum barst reyndar liðsstyrkur á lokadegi félagaskiptagluggans þegar Jóhann Einarsson gekk til liðs við félagið frá K.A. Hann var lánaður til Þórs í fyrravetur, en gengur nú til liðs við Þór með félagaskiptum. Þá er Viðar Ernir Reimarsson aftur kominn út á gólfið, en hann hefur lítið sem ekkert spilað það sem af er tímabili vegna þrálátra meiðsla.“

Mörk: Jóhann Geir Sævarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Andri Snær Jóhannsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Hlynur Elmar Matthíasson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1, Jonn Rói Tórfinsson 1.

Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 9 (23,1%).

Nánar hér á heimasíðu Þórs

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30