Fara í efni
Umræðan

Tölum aðeins um Hlíðarfjall

Samfylkingin vill halda áfram að efla skíðasvæðið í Hlíðarfjalli sem íþrótta- og útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Einnig vill Samfylkingin fara í markvisst markaðsátak á Hlíðarfjallssvæðinu sem heilsársáfangastaður. Til að það náist vill Samfylkingin veita styrki til aðila sem eru tilbúnir að koma upp ferðaþjónustu utan háannatíma. Styrkirnir gætu verið í formi aðstöðu eða markaðssetningar. Takist vel til við að efla Hlíðarfjallssvæðið sem heilsársáfangastað gætu skapast skilyrði fyrir hóteluppbyggingu á svæðinu. Þangað viljum við stefna.

Á líðandi kjörtímabili var samþykkt, samhljóða í bæjarstjórn, skýrslan Forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja og er þjónustuhús í Hlíðarfjalli á þeim lista. Slíkt hús myndi nýtast Skíðafélagi Akureyrar og auka möguleikana í ferðaþjónustu. Gangi áætlanir eftir ættu framkvæmdir að geta hafist á komandi kjörtímabili.

Mikilvægi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli fyrir vetrarferðamennsku er óumdeilt. Árlega dregur svæðið til sín þúsundir gesta hvaðanæva af landinu. Einnig hafa hópar færeyskra ferðamanna komið hingað í skíðaferðir undanfarin ár. Þetta er gott dæmi um vel heppnaða nýsköpun í ferðaþjónustu. Með tilkomu Niceair mun fjöldi erlendra ferðamanna aukast talsvert á næstu árum og er því mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu allt árið um kring. Þar gæti Hlíðarfjall gegnt lykilhlutverki.

Verkefni næsta kjörtímabils verður að styrkja Hlíðarfjall sem heilsársáfangastað og er bygging þjónustuhúss mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Tækifærin fyrir svæðið eru mörg á tímum þar sem heilsubætandi útivist nýtur sífellt meiri vinsælda. Þau tækifæri ætlum við að grípa.

Áfram Akureyri, fyrir okkur öll.

Hlynur Örn Ásgeirsson skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00