Fara í efni
Umræðan

Þriðji sigurleikur KA/Þórs í röð í deildinni

Matea Lonac var frábær í marki KA/Þórs í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Leikmenn handboltaliðs KA/Þ​órs fögnuðu þriðja sigrinum í röð þegar liðið vann HK af miklu öryggi í dag, 25:17, í KA-heimilinu. Þetta var fyrsti heimaleikur Stelpnanna okkar á nýju ári í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins, en um síðustu helgi unnu þær Selfyssinga á útivelli.

Gestirnir voru aðeins hressari í byrjun og gerðu tvö fyrstu mörkin en heimamenn tóku síðan öll völd. KA/Þór náði mest níu marka forystu í leiknum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Yfirburðirnir voru algjörir.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék vel í sókninni að vanda og var markahæst, Matea Lonac var frábær í markinu og nýi leikmaðurinn, hin danska Ida Margrethe Rasmussen lofar góðu.

KA/Þór er nú fimmta sæti deildarinnar með 10 stig að loknum 12 leikjum, tveimur meira en Haukar.

Mörk KA/Þ​órs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7 (4 víti), Nathalia Soares Baliana 5, Júlía Björnsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Ida Margrethe Rasmussen 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1 (víti), Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00