Fara í efni
Umræðan

Þór/KA heimsækir Tindastól í kvöld

Emelía Ósk Kruger, til vinstri, og Iðunn Rán Gunnarsdóttir eftir heimaleikinn gegn Tindastóli í vor. Þær skoruðu báðar í 5:0 sigri og var það fyrsta mark beggja í Bestu deildinni. Mynd: akureyri.net

Stelpurnar í Þór/KA sækja Tindastól heim á Sauðarkrók í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu. Viðureignin hefst kl. 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þór/KA er sem fyrr lang þriðja besta lið Bestu deildarinnar. Liðið er í þriðja sæti með 27 stig, sjö meira en Víkingur sem er í fjórða sætinu. Tindastóll er í áttunda sæti með 11 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Þetta er síðasti leikurinn fyrir 10 daga hlé yfir verslunarmannahelgina og að honum loknum eru aðeins þrjár umferðir eftir þar til deildinni verður skipt í tvennt og þau sex efstu halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 5:0 sigri Þórs/KA í Boganum síðari hluta maímánaðar.

  • Hulda Björg Hannesdóttir tekur í kvöld þátt í 201. leiknum með Þór/KA. Sigurinn á Keflvíkingum á dögunum var 200. leikur Huldu með liðinu.
  • Svo ótrúlega vill til að 201. leikur Söndru Maríu Jessen fyrir Þór/KA, sem var í fyrrasumar, fór einnig fram á Sauðárkróki. 

Skemmtileg grein er á vef Þórs/KA í dag í tilefni leiksins, farið er yfir fyrri viðureignir liðanna og rifjað upp að nokkuð margar stúlkur hafa leikið með báðum. Smellið hér til að lesa.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30