Fara í efni
Umræðan

Stuðningsmennirnir verðlauna Maríu Gros

María Catharina Ólafsdóttir Gros með stuðningsmannaverðlaun Linköping FC á lokahófi félagsins. Myndin er fengin af Facebook-síðu félagsins.

María Ólafsdóttir Gros hlaut verðlaun stuðningsmanna sænska knattspyrnufélagsins Linköping FC á lokahófi liðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

María spilaði alla 26 leiki liðsins í úrvalsdeildinni, var í byrjunarliðinu í þeim öllum og skoraði sjö mörk í deildinni, mest allra í liðinu. Þá spilaði hún einnig þrjá bikarleiki og skoraði eitt mark.

Fyrir síðasta heimaleik liðsins 10. nóvember var María verðlaunuð sem besti nýliði félagsins og í kvöld bætast þessi stuðningsmannaverðlaun í safnið hjá Maríu.

Linköping hlaut því miður þau örlög í haust að falla úr úrvalsdeildinni, liðið endaði í 13. og næstneðsta sæti deildarinnar með 16 stig. Í viðtali við vefsíðu Þórs/KA fyrr í haust kvaðst hún ætla að einbeita sér að því að gera sitt besta með liðinu í lokaleikjum þess í tilraun til að forðast fall og ekki hugsa um framtíð sína hjá félaginu fyrr en að keppnistímabilinu loknu. 

María var í haust í fyrsta skipti valin í íslenska A-landsliðshópinn.

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifa
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00