Fara í efni
Umræðan

Starf forstöðumanns sundlauganna auglýst

Elín H. Gísladóttir hefur verið forstöðumaður sundlauga Akureyrar frá árinu 2007. Starfið hefur nú verið auglýst og verður ráðið í það frá og með 1. júní. Ljósmynd: Snæfríður Ingadóttir.

Elín H. Gísladóttir hættir sem forstöðumaður sundlauga Akureyrar í sumar, en hún hefur gegnt því starfi frá árinu 2007. Fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar hefur auglýst starfið laust til umsóknar, 100% ótímabundið starf, frá og með 1. júní. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.

Forstöðumaður Sundlauga Akureyrar er yfirmaður alls starfsfólks sundlauga og íþróttamiðstöðva Glerárskóla og Hríseyjar. Um 40 manns starfa á þessum stöðum, auk sumarafleysingastarfsfólks. Undir starfið falla Sundlaug Akureyrar, íþróttahúsið Laugargötu, Fjölskyldugarðurinn, Íþróttamiðstöð Glerárskóla, Íþróttamiðstöðin í Hrísey og Sundlaug Grímseyjar. Í auglýsingu um starfið kemur fram að forstöðumaður sundlauga beri ábyrgð á öllum rekstri Sundlauga Akureyrar, eftirliti með viðhaldi þeirra og mannauðsstjórnun. 

Í auglýsingunni segir meðal annars:

Forstöðumaður er hluti af stjórnendum fræðslu- og lýðheilsusviðs og teymi stjórnenda innan íþróttamála, tekur þátt í stefnumótun sviðsins og fer fyrir starfsemi sundlauga. Forstöðumenn íþróttamála og sundlauga hafa það hlutverk að ýta undir heilsueflingu bæjarbúa með markvissum hætti innan þeirrar eininga sem þeir stjórna. Þeir leitast við að efla þátttöku bæjarbúa í heilbrigðum tómstundum með tengingu við þau náttúrugæði sem Akureyrarbær hefur upp á að bjóða. Forstöðumaður skal hafa í heiðri við störf sín vandaða stjórnsýsluhætti, sveitar­stjórnar­lög nr. 45/1998, stjórnsýslulög nr. 37/1993 og önnur lög sem varða starfssvið hans.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30