Fara í efni
Umræðan

Ragnheiður ráðin yfirþjálfari Óðins

Ragnheiður Runólfsdóttir að störfum í Sundlaug Akureyrar sumarið 2017 þegar hún var yfirþjálfari hjá Óðni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Ragnheiður Runólfsdóttir hefur verið ráðin yfirþjálfari hjá sundfélaginu Óðni á Akureyri á nýjan leik. „Ragga býr yfir mikilli reynslu af þjálfun en hún hefur starfað við sundþjálfun frá árinu 1992 og lengst af sem yfirþjálfari,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sundfélagsins í dag. Ragnheiður kemur til starfa í sumar.

„Ragga er félaginu að góðu kunn þar sem hún sinnti þjálfun hjá Óðni á árunum 1996–1998 og svo aftur á árunum 2011–2019. Að undanförnu hefur hún starfað sem yfirþjálfari í Svíþjóð hjá Simklubben S02 í Gautaborg og hjá KBSS í Kungsbacka,“ segir á vef Óðins. „Við í Sundfélaginu Óðni bjóðum Röggu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að því að efla starfið enn frekar. “

Ragnheiður er ein allra besta sundkona Íslands. Hún var kjörin var Íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafréttamanna og varð þar með önnur konan til að hreppa þá eftirsóttu nafnbót. Ragnheiður keppti á tvennum Ólympíuleikum á sínum tíma, í Seoul í Suður-Kóreu 1988 og í Barcelona á Spáni 1992.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30