Fara í efni
Umræðan

„Í augsýn er nú frelsi …

… og fyrr það mátti vera“. Þannig hefst lagið Áfram stelpur sem varð einkennissöngur kvenfrelsisbaráttunnar frá árinu 1975. Nú, fimmtíu árum síðar, er frelsið enn í augsýn – en ekki unnið.

Kvennaverkfallið markaði upphaf nýrrar vitundar um jafnréttismál á Íslandi og hefur haft áhrif langt út fyrir landssteinana. Í dag spyrjum við okkur: Hverju hefur baráttan skilað? Og hefur jafnrétti verið náð? Við þessu eru ólík svör. Á meðan formlegu jafnrétti hefur verið náð á mörgum sviðum er raunverulegt jafnrétti ekki komið. Raunverulegt jafnrétti krefst hugarfarsbreytinga og ýmislegt bendir til þess að baráttan standi frammi fyrir raunverulegu bakslagi. Bakslagi sem birtist í íhaldsömum viðhorfum um hlutverk kynjanna og afturhaldssemi, jafnvel opinberri andstöðu stjórnmálafólks við sjálfsagða kröfu um kvenfrelsi og jafnrétti fyrir okkur öll.

Rannsóknir á Norðurlöndum og víðar sýna að stuðningur karla við jafnréttismál hefur á síðustu árum staðnað eða farið dvínandi. Sérstaklega virðast sem yngri karlar sjái jafnrétti síður sem markmið sem þá varðar. Þetta er áhyggjuefni – því jafnrétti næst ekki nema allir taki þátt.

Í laginu Áfram stelpur segir einnig:

Þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað
tökum við aldrei undir það.

Þessi orð eiga við í dag. Um heim allan má sjá bakslag í jafnréttismálum – réttindi kvenna, hinsegin fólks og annarra jaðarsettra hópa eru víða skert.

Við megum því aldrei sofna á verðinum. Frelsið sem er í augsýn næst ekki af sjálfu sér. Það krefst samstöðu, kjarks og trúar á að jafnrétti sé ekki aðeins markmið, heldur sífellt verkefni – fyrir okkur öll.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er bæjarfulltrúi VG á Akureyri

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00