Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða
03. júlí 2025 | kl. 14:00
Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi hófst í Sundlaug Akureyrar í gær og stendur þar til á morgun. Keppendur á Aldursflokkameistaramótinu, eins og það er gjarnan kallað – AMÍ – eru á aldrinum frá 11 til 15 ára. Mótið hefur verið haldið árlega á Akureyri í mörg ár og þar er jafnan mikið líf og fjör enda margir á bakkanum sem hvetja sundfólkið unga til dáða.
Fulltrúi Akureyri.net leit við á mótinu í gær með myndavélina.