Fara í efni
Umræðan

Sundfélagið Óðinn áfram fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Sundfélagið Óðinn fékk í vikunni endurnýjun viðurkenningar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. „Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Ástu Birgisdóttur formanni Óðins viðurkenninguna að viðstöddu fjölmenni í blíðviðrinu á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef ÍSÍ.

Á myndinni eru lengst til vinstri þau Viðar og Ásta og lengst til hægri er Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari sundfélagsins og við hlið hennar Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar. Ungmennin eru öll iðkendur hjá sundfélaginu.

„Að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og viðhalda reglulegri endurnýjun tryggir að félagið setji sér skýr gæðaviðmið sem tengjast allri starfsemi þess. Þetta skapar meiri samfellu í skipulagi og eykur trúverðugleika félagsins. Sjálfboðaliðar starfa með meira öryggi og markvissu innan trausts og vel skipulagðs félags með viðurkenningu ÍSÍ. Með viðurkenningunni fær félagið opinbera staðfestingu á því góða starfi sem stjórn og þjálfarar sinna. Hún styrkir traust og ímynd félagsins og er gæðastimpill sem auðveldar samskipti við samfélagið, styrktaraðila og samstarfsaðila“, segir Ásta Birgisdóttir formaður Óðins á vef ÍSÍ.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30