Fara í efni
Umræðan

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram í Hörgársveit

Frá fundi Sjálfstæðisfélagsins Drangs í Hörgársveit í gærkvöldi.
Sjálfstæðisflokkurinn mun bjóða fram í Hörgársveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor, í fyrsta skipti undir merkjum flokksins. Þetta var ákveðið á félagsfundi í gærkvöldi og þar tilkynnti Árni Rúnar Örvarsson að hann hygðist gefa kost á sér til að leiða listann og fleiri lýstu yfir áhuga á að vera á listanum.
 
Þetta kemur fram í tilkynningu í dag. Hún er svohljóðandi:
 
Á fjölmennum félagsfundi Sjálfstæðisfélagsins Drangs í Hörgársveit í gærkvöldi var einróma samþykkt að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí undir merkjum Sjálfstæðisflokks og óháðra. Um er að ræða sögulega ákvörðun, þar sem í fyrsta sinn er boðið fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í Hörgársveit.
 
Fundurinn fór fram í leikhúsinu á Möðruvöllum og var þar jafnframt ákveðið að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista.
 
Á fundinum lýstu nokkrir aðilar yfir áhuga á að gefa kost á sér á listanum. Þar á meðal voru Árni Rúnar Örvarsson, framkvæmdastjóri og æðarbóndi, Aðalsteinn H. Hreinsson bóndi á Auðnum, auk Jónasar Þórs Jónassonar, sem er sitjandi sveitarstjórnarfulltrúi í Hörgársveit fyrir H-lista Hörgársveitar.
 
Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sótti fundinn og sagði ákvörðunina vera í takt við þá vinnu sem farið hefur fram innan flokksins undanfarið í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar. Hann benti jafnframt á að greinilegur meðbyr væri með framboðum flokksins víða um land.
 
Á fundinum tilkynnti Árni Rúnar Örvarsson að hann hygðist gefa kost á sér til að leiða listann í komandi kosningum. Í færslu á samfélagsmiðlum í dag lagði hann áherslu á mikilvægi samráðs, ábyrgðar í ákvörðunum og þess að framtíð sveitarfélagsins verði mótuð í nánu samstarfi við íbúa.
 

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45