Fara í efni
Umræðan

Rekinn úr flokki „sem ég hef aldrei gengið í“

Hjörleifur Hallgríms hefur verið rekinn úr Flokki fólksins. Stjórn flokksins greindi frá því í tilkynningu seint í gærkvöldi en Hjörleifur undrast ákvörðunina og segir hana í raun ómögulega. „Þetta er flokkur sem ég hef aldrei gengið í. Ég er viti borinn maður og mér hefði aldrei dottið í hug að ganga í flokk þar sem Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristjánsson eru í forystu,“ sagði Hjörleifur við Akureyri.net í dag.

Hjörleifur setti engu að síður saman lista Flokks fólksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor og var kosningastjóri fyrsta mánuðinn. „Ég hef aldrei gengið í flokkinn en já, ég tók að mér að safna fólki á listann fyrir bæjarstjórnarskoningarnar í fullu samráði við forystu flokksins og Brynjólfur Ingvarsson bað mig um að vera kosningastjóri sem ég var í mánuð en fékk ekki krónu borgaða fyrir,“ sagði Hjörleifur.

Hvatti til framboðs

„Í febrúar í vetur kom þingflokkurinn norður, nema Guðmundur Ingi, og hélt opinn fundi í Hofi. Ég mætti þar og manaði Ingu Sæland og Jakob Frímann, þingmann flokksins í kjördæminu, að bjóða fram hér í bæjarstjórnarkosningunum því ég var alveg klár á að grundvöllur væri fyrir því. Rétt fyrir vorið fæ ég þær fregnir að það eigi að bjóða hérna fram og þá bað Brynjólfur mig um að safna fólki á listann og að vera kosningastjóri,“ sagði Hjörleifur.

Hjörleifur rekinn úr Flokki fólksins

Fátæktin og leiguhúsnæði

Sigurjón Þórðarson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 20:00

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45