Fara í efni
Umræðan

Rekinn úr flokki „sem ég hef aldrei gengið í“

Rekinn úr flokki „sem ég hef aldrei gengið í“

Hjörleifur Hallgríms hefur verið rekinn úr Flokki fólksins. Stjórn flokksins greindi frá því í tilkynningu seint í gærkvöldi en Hjörleifur undrast ákvörðunina og segir hana í raun ómögulega. „Þetta er flokkur sem ég hef aldrei gengið í. Ég er viti borinn maður og mér hefði aldrei dottið í hug að ganga í flokk þar sem Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristjánsson eru í forystu,“ sagði Hjörleifur við Akureyri.net í dag.

Hjörleifur setti engu að síður saman lista Flokks fólksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor og var kosningastjóri fyrsta mánuðinn. „Ég hef aldrei gengið í flokkinn en já, ég tók að mér að safna fólki á listann fyrir bæjarstjórnarskoningarnar í fullu samráði við forystu flokksins og Brynjólfur Ingvarsson bað mig um að vera kosningastjóri sem ég var í mánuð en fékk ekki krónu borgaða fyrir,“ sagði Hjörleifur.

Hvatti til framboðs

„Í febrúar í vetur kom þingflokkurinn norður, nema Guðmundur Ingi, og hélt opinn fundi í Hofi. Ég mætti þar og manaði Ingu Sæland og Jakob Frímann, þingmann flokksins í kjördæminu, að bjóða fram hér í bæjarstjórnarkosningunum því ég var alveg klár á að grundvöllur væri fyrir því. Rétt fyrir vorið fæ ég þær fregnir að það eigi að bjóða hérna fram og þá bað Brynjólfur mig um að safna fólki á listann og að vera kosningastjóri,“ sagði Hjörleifur.

Hjörleifur rekinn úr Flokki fólksins

Ósýnilegir áverkar ofbeldis

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir skrifar
26. janúar 2023 | kl. 13:11

Rætur

Michael Jón Clarke skrifar
23. janúar 2023 | kl. 10:15

Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
18. janúar 2023 | kl. 16:05

Karla sem horfa niður á konur

Pétur Guðjónsson skrifar
17. janúar 2023 | kl. 15:33

Mikilvægt að fara að reglum

Víðir Gíslason skrifar
13. janúar 2023 | kl. 06:00

Er barnið þitt að senda ókunnugum nektarmyndir?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
12. janúar 2023 | kl. 14:10