Fara í efni
Umræðan

Rauð veðurviðvörun tekur gildi síðdegis

Veðurviðvaranakortið eins og það lítur út nú síðdegis. Norðurland eystra fer af appelsínugulu í rautt um kl. 17 í dag samkvæmt viðvörun Veðurstofunnar.

Veðurhorfur versna frá því sem gefið hafði verið út í gær og í morgun og hafa viðvaranir Veðurstofunnar fyrir Norðurland eystra – og reyndar allt landið – breyst úr appelsínugulum í rauðar á ákveðnum tímum næsta sólarhringinn, örlítið mismunandi eftir landshlutum. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna veðursins sem nú gengur yfir landið.

Fyrir Norðurland eystra er rauð viðvörun frá kl. 17 til 22 í kvöld og aftur kl. 10-16 á morgun, en appelsínugul þess á milli og fram til kl. 18 á morgun.

Svona lítur tímalínan út fyrir landið, appelsínugular og rauðar viðvaranir, en mismunandi eftir landsvæðum hvenær nákvæmlega appelsínuguli eða rauði liturinn á við.

Útlitið kl. 10 á fimmtudagsmorgni, 6. febrúar, sbr. viðvaranir Veðurstofu Íslands.

Vegum lokað víða eða yfirvofandi lokun

Vegagerðin gaf út eftirfarandi á vefnum umferdin.is kl. 13:45:

  • Margir vegir eru á óvissustigi í dag og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.

Á vef vegagerðarinnar eru eftirfarandi upplýsingar fyrir Norðausturland (svæði 6) og Norðurland (svæði 5) sem birtar voru á þriðja tímanum í dag:

Hálka og hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðausturlandi og hálkublettir víða á Norðurlandi. 

  • Vopnafjarðarheiði – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
  • Möðrudalsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
  • Mývatnsöræfi – Veginum verður lokað kl. 15:00 í dag vegna veðurs.
  • Öxnadalsheiði – Vegurinn er lokaður og verður ekki opna aftur í dag.
  • Siglufjarðarvegur – Óvissustig verður á veginum frá kl. 16:00 í dag 5. febrúar til kl. 17:00 á morgun 6. febrúar og getur því komið til þess að honum verði lokað með stuttum fyrirvara.
  • Ólafsfjarðarmúli – Óvissustig verður á veginum frá kl. 15:00 í dag og getur því komið til þess að honum verði lokað með stuttum fyrirvara.
  • Vatnsskarð Óvissustig er á veginum í dag, 5. febrúar, til kl. 17:00 á morgun, 6. febrúar, og getur því komið til þess að honum verði lokað með stuttum fyrirvara.
  • Þverárfjall – Óvissustig er á veginum í dag, 5. febrúar, til kl. 17:00 á morgun, 6. febrúar, og getur því komið til þess að honum verði lokað með stuttum fyrirvara.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10