Fara í efni
Umræðan

Óleyfisframkvæmd og niðurrif í Lundargötu?

Lundargata 4b og 6b í dag. Mynd: Haraldur Ingólfsson

Byggingarfulltrúi hefur sent erindi til eiganda Lundargötu 4 þar sem krafist er stöðvunar á framkvæmdum. Erindi þess efnis var kynnt á fundi skipulagsráðs bæjarins í gær.

Akureyri.net hefur áður fjallað um uppbyggingu í Lundargötunni og víðar á Eyrinni þar sem Gunnar Árnason hefur keypt og gert upp gömul hús í Eiðsvallagötu, Gránufélagsgötu og Lundargötu, meðal annars hús númer 4b, 6 og 6b í Lundargötunni. Í fyrri umfjöllun kom fram að Lundargata 4 hafi brunnið í janúar 1965. Húsið var aldrei endurbyggt heldur var gert plan þar til að auðvelda aðgengi að Lundargötu 4b og 6b. Á þeim tíma var töluverður rekstur í bakhúsunum og aðgengið batnaði mikið eftir að planið kom.

Arnór Bliki Hallmundsson hefur í húsapistlum á bloggsíðu sinni fjallað um húsin í Lundargötunni, en þó ekki bakhúsin 4b og 6b sérstaklega.


Lundargatan 20. maí 2022. 

Í erindi byggingarfulltrúa sem lagt var fram til kynningar í skipulagsráði í gær kemur fram að bygging sem reist var árið 1914 hafi verið rifin án tilskilinna leyfa, auk þess sem verið sé að reisa byggingar á lóðinni án byggingarleyfis og í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Þá virðist sem hluti framkvæmda sé utan þeirrar lóðar sem lóðarleigusamningur framkvæmdanna nái til, að því er fram kemur í bókun ráðsins.

Bakhúsð Lundargata 6b. Myndin er tekin 1. maí 2021. 

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53