Fara í efni
Umræðan

„Mikill samhljómur“ og formlegar viðræður

Á kjördag! Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu, Hlynur Jóhannsson, Miðflokki, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Framsóknarflokki og Heimir Örn Árnason, Sjálfstæðisflokki. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fulltrúar flokkanna fjögurra sem hittust í kvöld til að kanna möguleika á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyri hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður; BDSM eins og hópurinn hefur verið kallaður eftir bókstöfum framboðanna! Þetta kemur fram í tilkynningu sem oddvitarnir sendu frá sér í kvöld.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri funduðu nú í kvöld. Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum. Voru aðilar því sammála um að ástæða væri til þess að hefja formlegar viðræður þar sem áhersla verður lögð á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál. Aðilar munu gefa sér góðan tíma til þess að vinna málefnasamning og skipta með sér verkum.

Heimir Örn Árnason
Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Hilda Jana Gísladóttir
Hlynur Jóhannsson“

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00