Fara í efni
Umræðan

Lýðheilsukort – gildir í sund, á skíði og skauta

Mynd af vef Akureyrar: Auðunn Níelsson

Barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum á Akureyri býðst nú að kaupa sérstakt lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að sundlaugum bæjarins, skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og í Skautahöllina.

Kortið gildir í eitt ár og fólk þarf að binda sig í þann tíma. Hægt er að dreifa kostnaðinum á 12 mánuði.

Verðið er sem hér segir:

  • Kort fyrir tvo foreldra og barn/börn þeirra yngri en 18 ára:
  • 7.900 kr. á mánuði – 94.800 kr. á ári
  • Kort fyrir eitt foreldri og barn/börn þess yngri en 18 ára:
  • 4.900 kr. á mánuði – 58.800 kr. á ári
  • Kort fyrir eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja:
  • 2.000 kr. á mánuði – 24.000 kr. á ári

Bæjarstjórn samþykkti á þriðjudag tillögu um lýðheilsukortið. Þar kom fram að um tímabundið tilraunaverkefni sé að ræða „til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru.“

Bæjarráði var falið að útfæra verkefnið nánar og samþykkja verðskrá. Það var gert í morgun og sala kortanna hefst 10. nóvember. Þau verða seld til 1. mars 2023 og að ári liðnu, í mars 2024, verður árangur af verkefninu metinn og ákveðið hvort haldið skuli áfram á sömu braut.

Eiga þarf Skidata-kort

„Lýðheilsutilboðinu verður hlaðið inn á hin svokölluðu Skidata-kort sem verið hafa í notkun í Hlíðarfjalli og Sundlauginni á Akureyri. Lesara fyrir kortin verður komið upp í Skautahöllinni eins fljótt og auðið er. Vakin er athygli á því að þau sem ekki eiga skidata-kort nú þegar þurfa að kaupa það sérstaklega en slíkt kort kostar 1.100 kr. Afhending og virkjun lýðheilsukorta fer alfarið fram hjá Sundlaug Akureyrar,“ segir í frétt á vef Akureyrarbæjar.

Bæjarbúar sem þess óska sækja um lýðheilsukort í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á heimasíðunni Akureyri.is.

Enn af umhverfismálum í Eyjafirði

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
02. október 2023 | kl. 16:00

Ferðaþjónustan þarf að gæta hófs

Benedikt Sigurðarson skrifar
01. október 2023 | kl. 12:50

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00