Fara í efni
Umræðan

Lokaorð oddvita Kattaframboðsins

Lokaorð oddvita Kattaframboðsins

Reykjavík verður ekki bæjarstjóri á Akureyri að þessu sinni og ég óska sigurvegurum þessa kosninga til hamingju með sigurinn.
Ég er stoltur og þakklátur þeim 4,1 % sem kusu kattaframboðið. Ég er stoltur af Kattaframboðinu og þakklátur þeim sem komu að því. Við áttum okkar sigra og getum verið ánægð. Niðurstaða Kosninga eru skýr skilaboð því meirihlutinn ræður, því miður.

Akureyringar eru ekki tilbúnir í breytingar og líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur. Ég slepp við að vera fastur á Akureyri næstu fjögur árin og frelsið er yndislegt.

Ég er þakklátur og hamingjusamur fyrir mitt hlutskipti því viðhorf mín eru ávalt lituð af þakklæti.

Takk frambjóðendur og kjósendur kattaframboðsins þið eruð blessuð og tilbúin í ævintýri og ykkar bíða góðir tímar. Þið hin eigið vonandi eftir að sjá eftir að hafa ekki kosið kattaframboðið og frelsið. En vonandi endurskoðar ný bæjarstjórn bannið við lausagöngu katta og ég óska þeim þá velfarnaðar.

Guð blessi Akureyringa

Snorri Ásmundsson var oddviti Kattaframboðsins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í gær.

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45

Enn um skammsýni skipulagsyfirvalda á Akureyri

Sigurbjörg Pálsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:20