Fara í efni
Umræðan

Lokaorð oddvita Kattaframboðsins

Reykjavík verður ekki bæjarstjóri á Akureyri að þessu sinni og ég óska sigurvegurum þessa kosninga til hamingju með sigurinn.
Ég er stoltur og þakklátur þeim 4,1 % sem kusu kattaframboðið. Ég er stoltur af Kattaframboðinu og þakklátur þeim sem komu að því. Við áttum okkar sigra og getum verið ánægð. Niðurstaða Kosninga eru skýr skilaboð því meirihlutinn ræður, því miður.

Akureyringar eru ekki tilbúnir í breytingar og líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur. Ég slepp við að vera fastur á Akureyri næstu fjögur árin og frelsið er yndislegt.

Ég er þakklátur og hamingjusamur fyrir mitt hlutskipti því viðhorf mín eru ávalt lituð af þakklæti.

Takk frambjóðendur og kjósendur kattaframboðsins þið eruð blessuð og tilbúin í ævintýri og ykkar bíða góðir tímar. Þið hin eigið vonandi eftir að sjá eftir að hafa ekki kosið kattaframboðið og frelsið. En vonandi endurskoðar ný bæjarstjórn bannið við lausagöngu katta og ég óska þeim þá velfarnaðar.

Guð blessi Akureyringa

Snorri Ásmundsson var oddviti Kattaframboðsins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í gær.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00