Fara í efni
Umræðan

Leikskóli í Hagahverfi - lóðin stækkuð og færð

Hér má sjá loftkort af svæðinu, skjáskot af map.is, og mynd af breyttu skipulagi lagt þar yfir. Leikskólalóðin heitir S24 á skipulaginu.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á aðal- og deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð verði tæplega eins hektara lóð undir leikskóla þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Miðað er við að á lóðinni verði heimilt að byggja um tvö þúsund fermetra leikskóla á tveimur hæðum. Breytingin felst einkum í stækkun á því svæði sem ætlað er undir leikskólann.

Breyting á aðalskipulagi samfara þessari deiliskipulagsbreeytingu felst í því að aðkoma að svæðinu verður frá Naustagötu, meðal annars vegna þess að þörf er á stærra svæði fyrir leikskólalóðina en áður var talið þar sem nýir leikskólar eru almennt stærri en samkvæmt fyrri áætlunum. Landhalli er einnig minni á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir leikskóla eftir breytingu og svæðið því talið hentugra fyrir lóð leikskóla. 

Á myndunum hér að neðan má sjá gildandi aðalskipulag og svo tillögu að breyttu aðalskipulagi á neðri myndinni. Breytingin felst í stækkun á reit S24, leikskólalóðinni, og færslu til austurs, og að austan og vestan við hana verði íbúðabyggð, en áfram gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á vestasta hluta þessa opna svæðis við Naustagötuna.

Nokkuð er um minjar á svæðinu umhverfis bæinn Naust II og eru í breyttu aðalskipulagi settir skilmálar um að fornleifarannsókn skuli fara fram á svæðinu áður en heimild verður veitt til að hefja þar uppbyggingu. 

Fram kemur í umsögn Minjastofnunar að hún hafi veitt jákvæða umsögn varðandi niðurrif húsanna við Naust 2 enda falli húsin ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar. Eftir að sú umsögn var veitt barst stofnuninni þó ábending um að eitt húsanna væri í grunninn einstakt, byggt úr leirmold, hannað af Sveinbirni Jónssyni og það sé eina húsið af því tagi sem til væri hér á landi. Stofnunin hefur komið þessum upplýsingum áfram til Akureyrarbæjar með þeirri ósk að húsið verði skráð og teknar myndir. 

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30