Fara í efni
Umræðan

Kynningarfundur í dag um tjaldsvæðisreitinn

Akureyrarbær heldur í dag kynningarfund um tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti þar sem stefnt er að því að verði blönduð íbúðabyggð með nýrri heilsugæslustöð og annarri þjónustu.

Akureyringar hafa mjög mikinn áhuga á skipulagsmálum ef dæma má viðbrögð við fréttum Akureyri.net um málaflokkinn. Því er full ástæða til að vekja athygli á fundinum. Hann verður í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 17.00 í dag. Gengið inn um aðalinngang að sunnanverðu. Allir eru velkomnir á fundinn.

Á fundinum kynna skipulagshönnuðir fyrirhugaða skipulagsvinnu og í kjölfarið verður boðið upp á hugmyndavinnu í umræðuhópum.

Í skipulagslýsingu segir m.a.: „Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er m.a. að skilgreina uppbyggingu blandaðrar byggðar á svæðinu, almenningsrýma og dvalarsvæða. Skilgreind verða markmið um gæði byggðar, fyrirkomulag gatnakerfis og bílastæða, legu göngu- og hjólastíga, tengingar við nærliggjandi þjónustu, útivistar- og dvalarsvæði ásamt öðrum þeim ákvæðum og skilmálum sem ástæða þykir til.“

Með gerð skipulagsins á að leggja grunn að hagkvæmri nýtingu lands, blöndun byggðar, vistlegum dvalarsvæðum og almenningsrýmum, góðum tengslum við nærliggjandi umhverfi og þar með umhverfi sem styður við virkan lífsstíl, eins og það er orðað. „Skipulaginu er ætlað að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag."

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55