Fara í efni
Umræðan

Komast Þórsstelpurnar aftur í úrslitaleikinn?

Hin 16 ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir verður í eldlínunni í kvöld ásamt samherjum sínum í Þórsliðinu. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflvíkingum í fyrra. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Annað árið í röð er kvennalið Þórs í körfuknattleik komið í undanúrslit bikarkeppninnar og annað árið í röð eru Grindvíkingar andstæðingarnir í undanúrslitunum. Í fyrra vann Þór með fjögurra stiga mun, 79:75 og mætti Keflvíkingum í úrslitaleiknum.

  • VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik, undanúrslit
    Smárinn í Kópavogi kl. 20
    Grindavík - Þór

Leikurinn verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu – hér á RÚV2. Útsending hefst klukkan 19.45 og leikurinn kl. 20.00.

Þórsarar héldu suður yfir heiðar í gær og æfðu í íþróttasal ÍR í Breiðholtinu. Vitað er af einhverjum stuðningsmönnum sem brunuðu suður en hefðu Þórsarar tekið þátt í fyrri leik dagsins hefðu án efa fleiri drifið sig; líklega hugsa sér margir gott til glóðarinnar og stefna á suðurferð á laugardag – lifa í voninni um að Þórsliðið vinni í kvöld. Njarðvík og Þór/Hamar mætast í fyrri undanúrslitaleiknum sem hefst kl. 17.15.

Ástæða er til að hvetja Akureyringa á borgarhorninu til þess að fjölmenna í Smárann í Kópavogi í kvöld og styðja Þórsstelpurnar til sigurs. Frábær stemning var í Laugardalshöllinni á síðasta ári þegar fjölmargir stuðningsmenn Þórs voru áberandi á úrslitaleiknum, það dugði ekki gegn feykisterku Keflavíkurliði en Þórsara dreymir vitaskuld um að gera betur í ár.

Hin tvítuga Eva Wium Elíasdóttir, landsliðskonan snjalla, leikur stórt hlutverk í Þórsliðinu. Hér brunar hún að körfunni í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðasta ári. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30