Fara í efni
Umræðan

KEA vill reisa 9 hæða skrifstofubyggingu

Hugmynd að útliti níu hæða skrifstofubyggingar sem Fjárfestingafélagið Klappir, dótturfélag KEA, er með í bígerð á baklóð Glerárgötu 36. KEA er einmitt þar til húsa. Skjáskot úr kynningu Klappa. Myndin er tekin frá sama sjónarhorni í gær.

Fjárfestingafélagið Klappir, dótturfélag KEA, er með í bígerð að reisa níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð Glerárgötu 36. KEA er eigandi Glerárgötu 36 og skrifstofur félagsins eru í húsinu.

Verkefnið sjálft er í höndum Skálabrúnar, sem einnig er dótturfélag KEA, og var kynnt fyrir skipulagsráði í lok ágúst, en ekki var um eiginlega umsókn að ræða og engin afgreiðsla því farið fram í ráðinu. Markmiðið með kynningunni er að fá fram afstöðu skipulagsráðs áður en lengra er haldið.

Hugmyndin er að byggja allt að níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð Glerárgötu 36 þar sem hver hæð væri 250-350 fermbetrar. Fram kemur í kynningu Skálabrúnar að skortur sé á frambærilegu skrifstofuhúsnæði með góðu aðgengi að nægum bílastæðum utan miðbæjarins og sögð mikil ásókn fyrirtækja og stofnana í húsið við Glerárgötu 36. Byggingin myndi til dæmis henta fyrirtækjum sem vilja færa sig til innanbæjar, eða fyrirtækjum og stofnunum sem vilja stækka eða koma sér fyrir á betri stað. Skálabrún vill skoða að nýta lóðina betur og byggja meira á henni. 

Hér má sjá skjáskot úr kynningu Klappa og ljósmyndir sem teknar voru í gær frá svipuðu sjónarhorni.

Horft til vesturs frá Hvannavöllum. Lengst til hægri sést í hús Krónunnar, Glerárgata 36 er stóra húsið hægra megin í fjarska.

Horft til suðurs frá Tryggvabraut; verslun Krónunnar til vinstri, Glerárgata 36 er lengst til hægri af stóru húsunum í fjarska. Hugmyndin er að skrifstofubyggingin rísi austan við Glerárgötu 36 – aftan við húsið.

Horft til austurs frá bílastæðinu við Glerártorg. Skrifstofur KEA eru í Glerárgötu 36, fjögurra hæða húsinu vinstra megin á myndinni.

Stórt bílastæði, um 900 fermetrar með 40 stæðum, er á austurenda lóðarinnar eins og hún er í dag. Lóðin er um 2.250 fermetrar að stærð og byggingar á um 1.650 fermetrum. Hugmynd varðandi bílastæðamál gengur meðal annars út á að byggja húsið á súlum ofan á núverandi bílastæði og að byggja bílakjallara undir. Varðandi útlitið er talað um hlutlausa byggingu í umhverfinu, sambærilegt útlit og Höfðatorg í Reykjavík og Deloitte-byggingin við Smáratorg í Kópavogi.


Rauði kassinn sýnir um það bil staðsetninguna þar sem hugmyndin er að byggja níu hæða skrifstofubyggingu. Skjáskot af map.is/akureyri.

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45

Jöfn tæki­færi til menntunar

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. október 2024 | kl. 22:30

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
08. október 2024 | kl. 09:30

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00