Fara í efni
Umræðan

Katrín og Bjarkey ræða ungt fólk og menningu

Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, og Bjarkey Gunnarsdóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, halda tvo opna fundi í Listasafninu á Akureyri á sunnudaginn, 29 ágúst.

Fyrri fundurinn er um menningarmál og hefst klukkan 15.30. Þar fara Katrín og Bjarkey yfir áherslur VG í menningarmálum og hlusta á sjónarmið fundargesta, segir í tilkynningu frá flokknum.

Seinni fundurinn er um málefni ungs fólks og hefst klukkan 17.00.

„Katrín og Bjarkey fara þar yfir áherslur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í húsnæðismálum, menntamálum og öðru því sem snertir beint hagsmuni ungs fólks og hlusta eftir sjónarmiðum fundargesta.

Allra sóttvarna verður gætt í hvívetna, grímuskylda er á fundinum og gætt verður fjarlægðartakmarkana.“

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30