Fara í efni
Umræðan

Karlar í Kjarna

Ég er búinn að vera með þá hugmynd í kollinum hvort ekki væri hægt að koma á félagsstarfi fyrir karlmenn í Kjarnaskógi í samstarfi við Skógræktarfélag Eyjafjarðar þar sem menn geta komið saman yfir kaffibolla og fengið úthlutað verkefnum til að vinna í Kjarnaskógi í sjálfboðavinnu. Þessir aðilar eiga margir hverjir tæki og tól, sagir, fjórhjól og kurlara sem þeir gætu nýtt og lagt til. Í Kjarnaskógi eru mörg verk óunnin og af nógu að taka. Þetta gæti verið góð leið til að fyrirbyggja að eldri karlmenn einangrist á heimilum sínum og áhugi á skógrækt fer sífellt vaxandi.

Verkefnið er hugsað eins og verkefni Rauða kross Íslands, Karlar í skúrum, sem er starfrækt á nokkrum stöðum á landinu þar sem markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega. Ég held að þetta gæti verið fínt samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyjafjarðar og Rauða kross Íslands.

Það mætti td. nýta annan Nökkvaskúrinn sem nú er verið að selja til að koma upp þessari aðstöðu í Kjarnaskógi.

Þórhallur Jónsson skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00