Fara í efni
Umræðan

Kanna hug fólks til Leiruvallar í Innbænum

Hópur íbúa í Innbænum hefur barist gegn því að grænt svæði við Hafnarstræti, leiksvæðið Leiruvöllur gegnt Laxdalshúsi og svæðið norðan við hann, verði minnkaður vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við búsetukjarna á næstu lóð norðan við.

Íbúar hafa bent á að Leiruvöllurinn sé eina græna almenningssvæðið sem eftir er í Innbænum og vilja frekar að hann sé byggður upp í þágu íbúa og hverfisins sem leik-, útivistar- og dvalarstaður. Í því samhengi er vísað til tillögu sem Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt gerði fyrir svæðið fyrir nokkrum árum.

Fyrirtækið ENVALYS hefur nú sett á vefinn könnun þar sem almenningi er gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þetta mál. Fyrirtækið hefur áður gert könnun varðandi skipulag á Akureyri; um hugmyndir að stórhýsi syðst á Oddeyri fyrir nokkrum misserum.

Í könnunni er áhersla lögð á að safna gögnum er snúa að upplifun og tilfinningalegum tengslum fólks við svæðið. Slík öflun sálfræðilegra gagna er nánast aldrei gerð með markvissum og vísindalegum hætti þegar kemur að hönnun og skipulagi, en þyrfti að gera í miklu meiri mæli, segir Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði og eigandi ENVALYS.

Hægt er að smella hér til að taka þátt í könnuninni. 

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00