Fara í efni
Umræðan

Kanna hug fólks til Leiruvallar í Innbænum

Hópur íbúa í Innbænum hefur barist gegn því að grænt svæði við Hafnarstræti, leiksvæðið Leiruvöllur gegnt Laxdalshúsi og svæðið norðan við hann, verði minnkaður vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við búsetukjarna á næstu lóð norðan við.

Íbúar hafa bent á að Leiruvöllurinn sé eina græna almenningssvæðið sem eftir er í Innbænum og vilja frekar að hann sé byggður upp í þágu íbúa og hverfisins sem leik-, útivistar- og dvalarstaður. Í því samhengi er vísað til tillögu sem Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt gerði fyrir svæðið fyrir nokkrum árum.

Fyrirtækið ENVALYS hefur nú sett á vefinn könnun þar sem almenningi er gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þetta mál. Fyrirtækið hefur áður gert könnun varðandi skipulag á Akureyri; um hugmyndir að stórhýsi syðst á Oddeyri fyrir nokkrum misserum.

Í könnunni er áhersla lögð á að safna gögnum er snúa að upplifun og tilfinningalegum tengslum fólks við svæðið. Slík öflun sálfræðilegra gagna er nánast aldrei gerð með markvissum og vísindalegum hætti þegar kemur að hönnun og skipulagi, en þyrfti að gera í miklu meiri mæli, segir Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði og eigandi ENVALYS.

Hægt er að smella hér til að taka þátt í könnuninni. 

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar
06. júní 2023 | kl. 16:40

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Guðmar Gísli Þrastarson skrifar
05. júní 2023 | kl. 11:45

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00