Fara í efni
Umræðan

KA tekur á móti Fylki - Þórsarar spila í Eyjum

Karlalið Þórs og KA í knattspyrnu verða bæði í sviðsljósinu í dag. KA-menn taka á móti liði Fylkis í 7. umferð Bestu deildarinnar, en Þórsarar héldu til Eyja í gær og mæta ÍBV í 3. umferð Lengjudeildarinnar í dag.

Segja má að leikur KA og Fylkis sé gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem þau verma tvö neðstu sæti deildarinnar. Hvorugu liði hefur auðnast að vinna leik í deildinni það sem af er, Fylkismenn aðeins með eitt jafntefli að baki, en KA-menn með tvö. Það má því búast við því að hart verði barist um stigin þrjú í dag. Bæði lið koma beint úr 3-1 heimasigrum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, KA gegn Vestra á miðvikudag og Fylkir gegn HK á fimmtudag. Bæði lið töpuðu hins vegar síðasta leik sínum í deildinni. KA tapaði 1-3 á útivelli fyrir Val, en Fylkir 0-3 á heimavelli fyrir Breiðabliki. 

Leikur KA og Fylkis fer fram á KA-velli, Greifavellinum, og hefst kl. 16:15.

Þórsarar sækja Eyjamenn heim á Hásteinsvöll í 3. umferð Lengjudeildarinnar í dag. Eyjamenn eru með þrjú stig að loknum tveimur umferðum, en Þórsarar með fjögur. Eyjamenn eru hins vegar að koma úr lengri hvíld en Þórsarar þar sem þeir voru ekki með í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins, en Þórsarar léku við Fjölni á útivelli síðastliðinn þriðjudag. Bæði liðin unni 4-2 sigra á heimavelli í 2. umferð Lengjudeildarinnar, Þórsarar gegn Aftureldingu fimmtudaginn 9. maí, en ÍBV gegn Þrótti föstudaginn 10. maí. 

Leikur ÍBV og Þórs fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og hefst kl. 14.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30