Fara í efni
Umræðan

Jafnréttisdagar hefjast í háskólum landsins

Jafnréttisdagar eru haldnir árlega af háskólum landsins, en í ár er 17. árið sem kastljósinu er beint að jafnrétti á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. 'Hatursorðræða og mismunun' eru meginþemu daganna í ár, en dagskrá hefst í dag, 10. febrúar og fjölmargir viðburðir eru á dagskrá næstu þrjá dagana.

Fyrsta erindi í Háskólanum á Akureyri verður á milli 12 og 13, á morgun, bæði á staðnum og í streymi. Erindið fjallar um inngildingu starfsfólks og nemenda sem eru af erlendu bergi brotin og flutt af Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild. 

Gervigreind, áskoranir jafnréttisvitundar í Bandaríkjunum o.fl.

Fleiri umfjöllunarefni í ár eru til dæmis möguleikar gervigreindar til að draga úr mismunun á vinnumarkaði, Kvennaárið 2025, herferð Bandaríkjaforseta gegn jafnréttismeðvitund og mannréttindum, stjórnmálavæðing lögreglu og samspil hatursorðræðu við gervigreind, samfélagsmiðlar og upplýsingaóreiða. Þetta er aðeins brot af þeim fjölbreyttu viðburðum sem verða í boði á dögunum í ár og þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi. HÉR má skoða heimasíðu Jafnréttisdaga og sjá yfirlit yfir alla viðburði.

Viðburðirnir sem eru haldnir í Háskólanum á Akureyri eru eftirfarandi: 

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30