Jafnréttisdagar hefjast í háskólum landsins

Jafnréttisdagar eru haldnir árlega af háskólum landsins, en í ár er 17. árið sem kastljósinu er beint að jafnrétti á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. 'Hatursorðræða og mismunun' eru meginþemu daganna í ár, en dagskrá hefst í dag, 10. febrúar og fjölmargir viðburðir eru á dagskrá næstu þrjá dagana.
Fyrsta erindi í Háskólanum á Akureyri verður á milli 12 og 13, á morgun, bæði á staðnum og í streymi. Erindið fjallar um inngildingu starfsfólks og nemenda sem eru af erlendu bergi brotin og flutt af Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild.
Gervigreind, áskoranir jafnréttisvitundar í Bandaríkjunum o.fl.
Fleiri umfjöllunarefni í ár eru til dæmis möguleikar gervigreindar til að draga úr mismunun á vinnumarkaði, Kvennaárið 2025, herferð Bandaríkjaforseta gegn jafnréttismeðvitund og mannréttindum, stjórnmálavæðing lögreglu og samspil hatursorðræðu við gervigreind, samfélagsmiðlar og upplýsingaóreiða. Þetta er aðeins brot af þeim fjölbreyttu viðburðum sem verða í boði á dögunum í ár og þeir verða ýmist á staðnum eða í streymi. HÉR má skoða heimasíðu Jafnréttisdaga og sjá yfirlit yfir alla viðburði.
Viðburðirnir sem eru haldnir í Háskólanum á Akureyri eru eftirfarandi:
- Þriðjudaginn 11. febrúar: Inngilding erlends starfsfólks og nemenda: Hvernig getum við gert betur? Audrey Louise Matthews, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri flytur erindi á ensku milli klukkan 12:00 og 13:00. Háskólinn á Akureyri, M-101; Einnig í streymi.
- Miðvikudaginn 12. febrúar: Hvað gerir Bergið Headspace? Thelma Eyfjörð Jónsdóttir og Björgvin Heiðarr koma frá Berginu Headspace og kynna starfsemi þess milli klukkan 12:00 og 13:00. Háskólinn á Akureyri, M-101; Einnig í streymi.
- Fimmtudaginn 13. febrúar: Jafnréttisvöfflur til heiðurs nýrrar jafnréttisáætlunar í Miðborg í Háskólanum á Akureyri milli klukkan 09:15-10:00, en þar mun Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor HA, kynna nýja jafnréttisáætlun skólans.
- Fimmtudaginn 13. febrúar: Málþingið „Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu“ mun fara fram í M101 og í streymi, milli kl. 10:00 og 11:30. Þar flytja Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri margmiðlunar hjá KHA og Ingunn Lára Kristjánsdóttir, verkefnastjóri fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum hjá RÚV, ávörp. Að þeim loknum fara fram panelumræður. Fundarstjóri er Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur.


Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar
