Fara í efni
Umræðan

Jafnaði fjórða besta tímann í maraþoni

Anna Berglind Pálmadóttir, til hægri, og Elma Eysteinsdóttir og eftir maraþonhlaupið í Barcelona á sunnudaginn.

Anna Berglind Pálmadóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar jafnaði fjórða besta tíma íslenskrar konu í maraþonhlaupi, í Barcelona á Spáni á sunnudaginn. Hún hljóp á 2 klst., 53 mín. og 22 sek. og bætti sig um þrjár mínútur. Þetta er í fimmta sinn sem hún hleypur maraþon.

Tími Önnu Berglindar á sunnudag er nýtt Íslandsmet í flokki 45-49 ára. Þar með á hún Íslandsmet í öllum götuhlaupum í aldursflokknum: 5 km, 10 km, hálfu maraþoni og heilu maraþoni.

Elma Eysteinsdóttir hljóp einnig maraþon í Barcelona á sunnudaginn og náði 15. besta tíma íslenskrar konu; hljóp á 3:07,23 klst. Þetta var í annað skipti sem Elma hleypur maraþon, hið fyrra var árið 2014 og tíminn nú 31 mínútu betri en þá.

Maraþonhlaup er 42,195 kílómetrar.

Martha Ernstsdóttir á Íslandsmetið, sett í Berlín árið 1999. Það er lang besti tími íslenskrar konu hingað til. Bestu tímar íslenskra kvenna eru þessir:

  • 2:35,15 – Martha Erntsdóttir ÍR, 1999 í Berlín
  • 2:42,15 – Andrea Kolbeinsdóttir ÍR, 2023 í Reykjavík
  • 2:44,48 – Elín Edda Sigurðardóttir ÍR, 2019 í Frankfurt
  • 2:53,22 – Helen Ólafsdóttir ÍR, 2013 í Berlín
  • 2:53,22 – Anna Berglind Pálmadóttir UFA, 2025 í Barcelona
  • 2:53,37 – Rannveig Oddsdóttir UFA, 2012 í Berlín
  • 2:53,50 – Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir UFA, 2021 í Berlín

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10