Fara í efni
Umræðan

Baldvin hársbreidd frá Íslandsmetinu

Baldvin Þór Magnússon í viðtali á RÚV strax eftir 1500 m hlaupið í gær. Skjáskot af RÚV.

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar var aðeins hársbreidd frá því að bæta eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss, á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í gær. Ekki eru nema tvær vikur síðan hann stórbætti eigið Íslandsmet í 10 km götuhlaupi, um tæp mínútu – sjá hér – og því töluvert afrek að ná jafn góðum tíma í 1500 m í gær, svo ólíkar eru greinarnar.

„Þetta var skemmtilegt og frábært að fá svona góða keppendur til að keppa við. Það hefði verið svo gaman að ná þeim. Þessir síðustu 30 metrar voru erfiðir. Ég hélt ég myndi kannski geta gert eitthvað. Ég veit ekki hvað ég hefði geta gert öðruvísi. Ég tek þessu alveg. Ég var í marga mánuði að undirbúa mig fyrir 10 kílómetra,“ sagði Baldvin í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann á RÚV sem sýndi frá keppninni í gær.

Baldvin setti gildandi Íslandsmet í 1500 m innanhúss á Reykjavíkurleikunum á síðasta ári – 3:39,67 mín. Í gær hljóp hann á 3:40,51 mín, 84 hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmetinu, og varð þriðji. Breskir tvíburar voru rétt á undan honum, Jack Higgins sigraði á 3:40,28 mín. og Ted Higginas annar á 3:40,37 mín.

EM utanhúss aðalmálið í ár

Baldvin var ánægður með tímann í gær. Sagði hlaupið mjög góða byrjun á innanhússtímabilnu því hann hefur lítið geta stundað hraðaæfingar, vegna þess hve lengi og mikið hann einblíndi á 10 km hlaupið sem áður var nefnt. Baldvin sagðist vonast til að toppa á ný um miðjan febrúar þegar hann keppir í 3000 m innanhúss.

Baldvin sagði á RÚV að  Evrópumótið utanhúss væri aðalmálið hjá honum á þessu ári. Það fer fram í Birmingham á Englandi í ágúst. Hann hefur þegar tryggt sér þátttökurétt þar í 10 km hlaupi og stefnir á að ná einnig lágmarki í 5 km hlaupi.

Útsending RÚV frá frjálsíþróttakeppninni í gær er aðgengileg á netinu. Í frétt á vef RÚV er hlekkur á upptökuna, þar er m.a. hægt að horfa á 1500 m hlaupið og viðtali við Baldvin Þór í kjölfarið.

  • Smellið á skjákotið af RÚV hér fyrir neðan til að horfa. Hlaupið byrjar þegar klukkan neðst til vinstri á skjánum sýnir 01:19:00 og viðtal Þorkels Gunnars við Baldvin Þór þegar klukkan sýnir 1:25:55.

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45