Fara í efni
Umræðan

Tobías Íslandsmeistari og náði EM lágmarki

Tobías Þórarinn Matarel úr UFA stekkur á Selfossi í gær. Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands

Tobías Þórarinn Matarel úr Ungmennafélagi Akureyrar (UFA) gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í langstökki í gær þegar hann rauf 7 metra múrinn í fyrsta skipti. Tobías er aðeins 16 ára og þetta tímamótastökk hans tryggði honum þátttökurétt á Evrópumóti 18 ára og yngri sem fram fer á Ítalíu sumarið 2026.

Meistaramót Íslands fer fram á Selfossi um helgina. Ekki viðraði sérlega vel til frjálsíþrótta í gær þar sem rok og rigning gerðu keppendum erfitt fyrir en Tobías Þórarinn lét það ekki á sig fá; stökk hans er það fjórða lengsta í flokki 16-17 ára íslenskra pilta til þessa og hann skákaði FH-ingnum Daníel Inga Egilssyni sem hefur verið besti langstökkvari Íslands undanfarin misseri og var valinn frjálsíþróttakarl ársins hér á landi í fyrra. Daníel Ingi stökk 6,98 metra í gær.

  • UFA eignaðist einnig Íslandsmeistara á föstudag þegar Baldvin Þór Magnússon sigraði nokkuð örugglega í 1.500 metra hlaupi á 3:59, 42 mín. Baldvin á Íslandsmetið sem er um 20 sek. betri en sigurtíminn í gær.
  • Þá varð Birnir Vagn Finnsson úr UFA annar í hástökki í gær. Birnir Vagn stökk 1,88 m en Hans Vilhelm Rúnarsson úr HSK/Selfossi varð Íslandsmeistari – stökk hæst 1,93 m.

Heimasíða Frjálsíþróttasambands Íslands

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10