Fara í efni
Umræðan

Tobías Íslandsmeistari og náði EM lágmarki

Tobías Þórarinn Matarel úr UFA stekkur á Selfossi í gær. Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands

Tobías Þórarinn Matarel úr Ungmennafélagi Akureyrar (UFA) gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í langstökki í gær þegar hann rauf 7 metra múrinn í fyrsta skipti. Tobías er aðeins 16 ára og þetta tímamótastökk hans tryggði honum þátttökurétt á Evrópumóti 18 ára og yngri sem fram fer á Ítalíu sumarið 2026.

Meistaramót Íslands fer fram á Selfossi um helgina. Ekki viðraði sérlega vel til frjálsíþrótta í gær þar sem rok og rigning gerðu keppendum erfitt fyrir en Tobías Þórarinn lét það ekki á sig fá; stökk hans er það fjórða lengsta í flokki 16-17 ára íslenskra pilta til þessa og hann skákaði FH-ingnum Daníel Inga Egilssyni sem hefur verið besti langstökkvari Íslands undanfarin misseri og var valinn frjálsíþróttakarl ársins hér á landi í fyrra. Daníel Ingi stökk 6,98 metra í gær.

  • UFA eignaðist einnig Íslandsmeistara á föstudag þegar Baldvin Þór Magnússon sigraði nokkuð örugglega í 1.500 metra hlaupi á 3:59, 42 mín. Baldvin á Íslandsmetið sem er um 20 sek. betri en sigurtíminn í gær.
  • Þá varð Birnir Vagn Finnsson úr UFA annar í hástökki í gær. Birnir Vagn stökk 1,88 m en Hans Vilhelm Rúnarsson úr HSK/Selfossi varð Íslandsmeistari – stökk hæst 1,93 m.

Heimasíða Frjálsíþróttasambands Íslands

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00