Fara í efni
Umræðan

Hvað fannst fólki um viðbrögð við Covid-19?

Á opinni málstofu Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) mun Grétar Þór Eyþórsson prófessor við deildina flytja erindi sem hann kallar COVID-19 faraldurinn á Norðurlöndunum – Mat almennings á sanngirni hafta og öðrum takmörkunum stjórnvalda.

Málstofan, sem hefst kl. 13:15 og stendur í eina klukkustund, fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri og á Zoom. Öll eru velkomin að því er fram kemur á vef HA.

Í erindinu mun Grétar greina frá völdum niðurstöðum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Verkefnið nefnist: Crisis Management in a Polycentric Nordic Local Democracy: Different Governance Structures – Different Results og er styrkt af Norges Forskningsråd.

Grétar tók sjálfur þátt í verkefninu, en hér reifar hann einnig nokkrar niðurstöður kollega sinna en allt þetta er að koma út í bókinni Crisis Management, Governance and Covid-19. Pandemic Policy and Local Government in the Nordic Countries. Edward Elgar Publishing gefur út. Grétar mun greina frá niðurstöðum greininga á mati borgara norrænu landanna á sanngirni aðgerða og hafta og einnig mælinga á trausti hinna almennu borgara til stofnana ríkis og sveitarfélaga í faraldrinum.

Smellið hér til að taka þátt í streymi

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00