Fara í efni
Umræðan

Hugmyndir SS Byggis um hús við Tónatröð

Horft frá Drottningarbraut upp að Tónatröð. Fyrirhuguð hús undir brekkubrúninni, sjúkrahúsið þar fyrir aftan.

SS Byggir hefur kynnt skipulagsyfirvöldum bæjarins hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð í Innbænum, næstu götu neðan við sjúkrahúsið. Fyrirtækið hefur áhuga á að reisa þar fimm fjölbýlishús.

Tónatröð gengur suður úr Spítalavegi. Þar eru nokkrar auðar lóðir sem byggingaverktakinn sótti um í lok síðasta árs með þeim fyrirvara að fram næðist breyting á deiliskipulagi. Fimm hús standa við götuna, þar af tvö vestanmegin, sem bæði víkja ef hugmyndir SS verða að veruleika. Ein af forsendum verkefnisins er einmitt sú að samningar náist við eigendur húsanna tveggja vestan götunnar, svo að fyrirhugaðar byggingar myndi samstæða heild.

Hugmyndin er að byggja húsin – glæsileg útsýnishús, eins og verktakinn kallar þau – upp í brekkuna og að þau nái upp fyrir brekkubrún. Útsýnið yrði stórbrotið, sérstaklega til austurs og yfir Pollinn, en einnig til norðurs og suðurs. SS Byggir segir byggingarlandið sem um ræðir ekki nýtast íbúum Akureyrar í dag. Þar sé hvorki skipulagður gróður né ræktun og halli landsins henti illa til útivisvar.

Forráðamenn SS Byggis segja lagt upp með að byggja vistvæn hús og þróa verkefnið með umhverfisvottun í huga. Hvert hús myndi tengjast göngu- og hjólastíg austan sjúkrahússins, með brú frá stiga- og lyftuhúsi.

Bílageymsla er hugsuð undir hvert hús þannig að hægt sé að lágmarka sjáanleg bílastæði utanhúss. Tengingin við göngu- og hjólastíg vestan húsanna, og stórar og vel útbúnar geymslur fyrir reiðhjól og rafmagnshjól, ættu að stuðla að minni bifreiðanotkun íbúa Tónatraðar, að mati forráðamanna SS Byggis, enda stutt í fjölmenna vinnustaði – sjúkrahúsið, framhaldsskólana tvo og hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð – og að sama skapi stutt í ýmsa verslun og þjónustu.

Horft til austurs af lóð sjúkrahússins. Húsin næðu upp fyrir brekkubrún og tengdust göngu- og hjólastíg með brú frá stiga- og lyftuhúsi.

Horft til norðvesturs, frá mótum Drottningarbrautar og Leiruvegar.

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16