Fara í efni
Umræðan

Hjúkrunarheimilið verður fyrir 80 íbúa

Nýja hjúkrunarheimilið verður norðan við hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð – ofan við það á myndinni – en á milli þeirra verður byggður leikskóli.

Hjúkrunarheimili sem byggt verður við Vestursíðu í Glerárhverfi og taka á í notkun árið 2026 verður fyrir 80 íbúa en ekki 60, eins og fyrri samningur við ríkið gerði ráð fyrir.

Bæjarráð samþykkti viðaukasamning þar að lútandi í febrúar og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri hefur nú undirritað hann ásamt  Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra.

Hjúkrunarheimilið mun rísa við Vestursíðu 13 í Glerárhverfi, norðan hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar. Áætlaður heildarkostnaður nemur tæpum 4,3 milljörðum króna sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en 15% greiðir Akureyrarbær. Standist áætlun um kostnað verður hlutur sveitarfélagsins 645 milljónir króna.

Hjúkrunarheimilinu verður skipt niður í nokkrar litlar heimiliseiningar með um 8 til 11 einkarýmum ásamt sameiginlegum rýmum fyrir íbúa og starfsfólk, í samræmi við viðmið ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila frá síðasta ári.

Leikskóli á milli hjúkrunarheimilanna

Leikskóli verður einnig byggður á svæðinu. Á fundi bæjarstjórnar í desember á síðasta ári var samþykkt að hann yrði á milli hjúkrunarheimilanna. Á fundi skipulagsráðs höfðu áður legið fyrir tvær tillögur að útfærslu svæðisins, og varð tillaga B fyrir valinu þar og bæjarstjórn samþykkti þá niðurstöðu.

  • Tillaga A ... fyrirhugað hjúkrunarheimili verði staðsett norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugaðan leikskóla
  • Tillaga B ... fyrirhugaður leikskóli verði staðsettur norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugað hjúkrunarheimili. 

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00