Fara í efni
Umræðan

Hjá Inga og Ingólfi á heimavist Gamla skóla

Mynd: Guðni Þórðarson

GAMLI SKÓLI – 17

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Myndin er tekin veturinn 1950 í miðherberginu við norðurvegg á vesturgangi Norðurvista, sem kallað var Meðalheimur, en úr þessu herbergi var útsýni norður Eyjafjörð til Kötlufjalls, Hjalteyrar, Kaldbaks og Blámannshattar. Íbúar eru Ingólfur Guðmundsson frá Laugarvatni, síðar prestur, og Ingi Kristinsson frá Hjalla á Látraströnd undir Kaldbak, síðar skólastjóri Melaskóla, en þeir voru þá nemendur í fimmta bekk. Bekkjarbróðir þeirra, Hermann Pálsson frá Eiðum í Eiðaþinghá, síðar starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa, stendur á gólfinu og ræðir við Inga.

Búnaður í herberginu er einfaldur, tveir rúmbálkar, dregill á gólfi, kista undir glugga þar sem á stendur útvarpsviðtæki, sem Ingólfur átti, en útvarp var ekki í eigu margra nemenda á þessum tíma. Greina má borð og stóla við enda rúmbálkanna en auk þess var í herberginu lítill fataskápur. Frammi á gangi var handlaug en í kjallara salerni og steypiböð fyrir vistarbúa. 

Gamli skóli var reistur fyrir um 100 nemendur með heimavist og mötuneyti fyrir um 50 nemendur. Heimavistarherbergi voru í báðum vesturálmum hússins. Í vesturálmunni að norðan voru herbergi á báðum efri hæðunum, en aðeins á annarri hæð í syðri álmu, því að á gólfhæð var íbúð skólameistara. Auk þess voru herbergi austanvert á annarri hæð, neðra lofti, bæði að sunnan og norðan, og uppi á efsta lofti undir súð, bæði að sunnan og norðan, voru lítil herbergi. Í kjallara hússins var mötuneyti til 1951, syðst borðstofa, þar sem nú er vinnuherbergi kennara, Undir Svörtuloftum.

  • Heimavist Gamla skóla er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15