Jóna Hammer færir Skólasjóði MA gjöf
Samstaða og tengsl fyrrverandi nemenda Menntaskólans á Akureyri við skólann eru afar sterk, eins og fjölmennar afmælishátíðir og regluleg árgangamót í tengslum við 17. júní bera vitni um. Fjölmargir velunnarar hafa gegnum árin stutt við skólann og lagt til fjármuni í Uglusjóð og Skólasjóð. Nýverið bættist í þann hóp þegar skólanum barst vegleg gjöf frá Jónu Hammer, stúdent frá MA 1962, sem ætluð er í Skólasjóð skólans. Fyrirhuguð ráðstöfun fjárins mun beinast að því að bæta aðstöðu fyrir nemendur í skólanum, að því er fram kemur í frétt á vef skólans.
Jóna Hammer hefur átt langan og fjölbreyttan starfsferil á fræðasviðinu. Hún lauk doktorsprófi í enskum bókmenntum 19. aldar og skrifaði doktorsritgerð um eftirlíkingar á íslenskum fornsögum í verkum Rider Haggard. Hún hefur jafnframt þýtt fjölda íslenskra þjóðsagna á ensku og sent frá sér bókina Memoirs of an Icelandic Bookworm, þar sem hún rifjar upp æskuár á Akureyri og setur þjóðsögurnar í samhengi við heim bókelskra barna. Á löngum kennsluferli sínum starfaði hún við Duquesne University í Pittsburgh, þar sem hún kenndi ensku og stýrði enskudeild fyrir erlenda námsmenn, auk þess að kenna íslensku við University of Pittsburgh um tíma.
Í fréttinni eru Jónu færðar sérstakar þakkir frá skólanum fyrir hlýhug hennar og rausnarlega gjöf.
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk
Tryggjum öryggi eldri borgara
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni?