Fara í efni
Umræðan

MA tapaði fyrir MH í úrslitum Gettu betur

Lið MA eftir úrslitaviðureignina í gærkvöldi. Frá vinstri, Sólveig Erla Baldvinsdóttir, Árni Stefán Friðriksson og Kjartan Valur Birgisson. Mynd af vef MA.

Lið Menntaskólans á Akureyri laut í lægra haldi fyrir liði Menntaskólans við Hamrahlíð í gærkvöldi í úrslitaþætti spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. MH er þar með handhafi hins eftirsótta verðlaunagrips, Hljóðnemans. 

Lið MA skipuðu Sólveig Erla Baldvinsdóttir, Árni Stefán Friðriksson og Kjartan Valur Birgisson.

„Stemningin í Háskólabíói var góð hjá stórum hópi nemenda og kennara sem fylgdu liðinu suður. Þau Árni, Kjartan og Sólveig byrjuðu af krafti og leiddu eftir fyrstu tvo hluta keppninnar með 15 stigum gegn 14. Að loknum bjölluspurningum hafði MH þriggja stiga forystu, 24-21 og allt í járnum fyrir lokaátökin. Spennan var mikil þegar kom að vísbendingaspurningum. Þar hafði MH betur. Lokatölur 30-21, MH í vil,“ segir á vef MA.

„Svo sannarlega geta Árni, Kjartan og Sólveig borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap í kvöld. Jöfn og góð frammistaða í keppninni í vetur og ekki síður lífleg og skemmtileg framkoma í útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna var þeim og MA til sóma,“ segir jafnframt á vef skólans.

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00