Fara í efni
Umræðan

Heimila ekki niðurrif Strandgötu 27

Strandgata 27 - erindi um að húsið verði rifið og nýtt byggt í staðinn hefur verið hafnað. Ljósmynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði í gær beiðni þess efnis að húsið númer 27 við Strandgötu yrði rifið og nýtt hús byggt á lóðinni. Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins. Endurbætur á húsinu hófust fyrir tæpum áratug en hafa legið niðri í töluverðan tíma.

Minnisblað Minjastofnunar 9. desember

Umsögn Minjastofnunar 14. desember

Arnór Bliki Hallmundsson fjallaði um Strandgötu 27 í pistlaröðinni Hús dagsins hér á Akureyri.net í nóvember síðastliðnum. Húsið, sem stendur á vesturhorni Strandgötu og Norðurgötu, er það næst elsta á Oddeyri; Jón Halldórsson og Hans Guðjónsson reistu það árið 1876.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika um Strandgötu 27.

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15