Fara í efni
Umræðan

Heimila ekki niðurrif Strandgötu 27

Strandgata 27 - erindi um að húsið verði rifið og nýtt byggt í staðinn hefur verið hafnað. Ljósmynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði í gær beiðni þess efnis að húsið númer 27 við Strandgötu yrði rifið og nýtt hús byggt á lóðinni. Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins. Endurbætur á húsinu hófust fyrir tæpum áratug en hafa legið niðri í töluverðan tíma.

Minnisblað Minjastofnunar 9. desember

Umsögn Minjastofnunar 14. desember

Arnór Bliki Hallmundsson fjallaði um Strandgötu 27 í pistlaröðinni Hús dagsins hér á Akureyri.net í nóvember síðastliðnum. Húsið, sem stendur á vesturhorni Strandgötu og Norðurgötu, er það næst elsta á Oddeyri; Jón Halldórsson og Hans Guðjónsson reistu það árið 1876.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika um Strandgötu 27.

Þarf forseti Íslands að vera góð manneskja?

Kjartan Ólafsson skrifar
24. maí 2024 | kl. 16:45

Um orkuöryggi og orkuskipti

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
23. maí 2024 | kl. 10:51

Jákvæð sálfræði

Þóra Hjörleifsdóttir skrifar
23. maí 2024 | kl. 10:00

Vanlíðan barna er stöðugt að aukast

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar
22. maí 2024 | kl. 20:30

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Heimir Örn Árnason og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
22. maí 2024 | kl. 20:00

Sókn Landsnets gegn hagsmunum Akureyringa

Ólafur Kjartansson skrifar
17. maí 2024 | kl. 12:00