Fráleitar hugmyndir við Austursíðu
29. september 2023 | kl. 09:00
Skipulagsráð Akureyrar hafnaði í gær beiðni þess efnis að húsið númer 27 við Strandgötu yrði rifið og nýtt hús byggt á lóðinni. Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins. Endurbætur á húsinu hófust fyrir tæpum áratug en hafa legið niðri í töluverðan tíma.
Minnisblað Minjastofnunar 9. desember
Umsögn Minjastofnunar 14. desember
Arnór Bliki Hallmundsson fjallaði um Strandgötu 27 í pistlaröðinni Hús dagsins hér á Akureyri.net í nóvember síðastliðnum. Húsið, sem stendur á vesturhorni Strandgötu og Norðurgötu, er það næst elsta á Oddeyri; Jón Halldórsson og Hans Guðjónsson reistu það árið 1876.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika um Strandgötu 27.