Fara í efni
Umræðan

Gunnar Líndal hættir í bæjarstjórn

Fyrir kosningarnar í vor: Gunnar Líndal, Halla Björk Reynisdóttir og Elma Eysteinsdóttir.

Gunnar Líndal oddviti L-listans í bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá L-listanum í kvöld.

„Ástæðan er breyttar forsendur en Gunnar starfar sem forstöðumaður rekstrar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og mun fyrir hönd sjúkrahússins leiða byggingu nýrrar legudeildarálmu sem ljóst varð nýlega að fer í gang af fullum krafti á næstunni,“ segir í tilkynningu.

„Ég vil gefa mig 100% í þau verkefni sem ég tek að mér og ég sé að það getur ekki farið saman að vera oddviti í bæjarstjórn og sinna svo veigamiklu verkefni á Sjúkrahúsinu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að leiða L-listann í síðustu kosningum þar sem við fengum þrjá menn kjörna í bæjarstjórn og ég óska L-listanum og samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn alls hins besta,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningunni.

Elma Eysteinsdóttir sem skipaði annað sætið á listanum verður nú oddviti. Elma verður áfram formaður velferðarráðs og fulltrúi í fræðslu- og lýðheilsuráði fyrst um sinn en mun taka við formennsku í bæjarráði í framhaldinu. „Þetta verkefni kemur óvænt upp í hendurnar á mér og tek því með þakklæti og eftirvæntingu. Ég hlakka til að leiða starf L-listans og við munum áfram vinna af lífi og sál á vettvangi bæjarstjórnar Akureyrar að því að gera góðan bæ ennþá betri,“ segir Elma.

Halla Björk Reynisdóttir skipaði þriðja sæti á listanum, hún er formaður skipulagsráðs og verður einnig formaður bæjarráðs fyrst um sinn. Andri Teitsson skipaði fjórða sæti á listanum og hann kemur nú inn sem aðalmaður í bæjarstjórn og hann verður áfram formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55