Fara í efni
Umræðan

Grímsey: Áform með Ytri-Grenivík samþykkt

Sigtún til vinstri og Ytri-Grenivík til hægri. Skjáskot af ja.is.

Áform nthspace á Íslandi ehf. um endurbyggingu hússins Ytri-Grenivíkur í Grímsey fyrir rithöfundasetur eða fyrir annað listafólk til dvalar eru að komast á rekspöl. Í liðinni viku samþykkti byggingafulltrúi gögn sem Pálmar Kristmundsson hjá PK arkitektum vann og sendi inn fyrir hönd nthspace. 

Cillín Johann Perera stofnaði nthspace á Íslandi ehf. í apríl og hefur í samstarfi við PK arkitekta unnið að undirbúningi þess að endurbyggja og tengja húsin Sigtún og Ytri-Grenivík, sem standa syðst í eynni, eins og Akureyri.net greindi frá í júlí þegar skipulagsráð samþykkti að heimila umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi og vísaði erindinu um endurbætur á húsunum til byggingafulltrúa.

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00