Fara í efni
Umræðan

Göngubrú yfir Glerá í burðarliðnum

Á bökkum Glerár. Hér mun væntanlega rísa jöfnunarstöð fyrir Strætisvagna Akureyrar ásamt göngu- og hjólabrú yfir Glerána. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Göngubrú yfir Glerá við Glerártorg og jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár munu væntanlega rísa innan eins til tveggja ára. Minnisblað um framkvæmdaáætlun var lagt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð nýlega og skipulagsráð fjallaði fyrir skemmstu um breytingu á deiliskipulagi vegna tilfærslu á brúnni miðað við staðsetningu í núverandi skipulagi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi sem felst í að fyrirhuguð göngubrú yfir Glerá, vestan Hörgárbrautar, hliðrist um 50 metra til austurs ásamt aðlögun aðliggjandi stíga. Gera má ráð fyrir að þessi tilfærsla tengist áformum um færslu jöfnunarstöðvar Strætisvagna Akureyrar úr miðbænum á bakka Glerár við verslunarmiðstöðina Glerártorg. 


Efri myndin sýnir staðsetningu brúarinnar miðað við núgildandi deiliskipulag, en sú neðri sýnir staðsetningu hennar út frá breytingartillögunni. 

Þess má geta að á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs þann 23. janúar var lagt fram minnisblað varðandi framkvæmdaáætlun fyrir byggingu jöfnunarstöðvar strætó við Glerá og brúar yfir Glerá milli Glerártorgs og Skarðshlíðar. Akureyri.net greindi frá því í júlí þegar ráðið samþykkti að stefnt skuli að flutningi jöfnunarstöðvar SVA að Glerártorgi á næstu 1-2 árum.

Frumdrög sem EFLA vann að hönnun göngu- og hjólabrúar voru lögð fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð í desember 2022 og samþykkti ráðið þá að þróa áfram valkost A og B2, sem sjá má á myndunum hér að neðan, ásamt því að skoða að setja gönguleið undir Hörgárbrú að norðanverðu.

 

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00