Fara í efni
Umræðan

Golf: Fimm úr GA í landsliðshópnum

Hluti landsliðshópsins í golfi, ásamt Ólafi Birni Loftssyni afreksstjóra Golfsambands Íslands. Mynd: golf.is

Fimm kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar eru í landsliðshópnum í golfi, sem valinn var á dögunum. Alls voru 27 kylfingar valdir í hópinn, sem kom saman yfir eina helgi í fyrstu æfingabúðirnar nýlega.

Kylfingarnir fimm úr GA sem valdir voru í landsliðshópinn eru þau Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Bryndís Eva Ágústsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Veigar Heiðarsson.

Í frétt á vef Golfsambands Íslands kemur fram að fyrsta verkefni hópsins í æfingabúðunum var í Háskólanum í Reykjavík  þar sem Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri sambandsins, fór yfir kynningu á starfseminni fyrir kylfinga, foreldra þeirra og þjálfurum. Síðan voru æfingar af ýmsu tagi yfir helgina, auk ýmissar afþreyingar inn á milli. Einnig segir í fréttinni að í byrjun janúar næstkomandi fari landsliðshópurinn í æfingaferð á La Finca æfingasvæðið í Alicante á Spáni og síðan verða farnar tvær keppnisferðir til Portúgal í febrúar og mars, þar sem keppt verður á fjórum alþjóðlegum mótum. „Landsliðskylfingar voru vel stemmdir á fyrstu landsliðshelgi vetrarins og það ríkir mikil eftirvænting eftir spennandi og fjölbreyttum verkefnum næstu mánuði,“ segir Ólafur Björn Loftsson í fréttinni.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45