Fara í efni
Umræðan

Bryndís Eva enn einu sinni Íslandsmeistari

Bryndís Eva Ágústsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar varð Íslandsmeistari í holukeppni í dag - þriðja árið í röð! Mynd af vef GA.

Bryndís Eva Ágústsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í 15-16 ára flokki á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Hún sigraði Ernu Steinu Eysteinsdóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur 4/2 í úrslitaleiknum.

Þetta er annar meistaratitill Bryndísar Evu á rúmri viku, hún varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 15-16 ára á Þorláksvelli í Þorlákshöfn sunnudaginn 17. ágúst. Smellið hér til að sjá frétt um þann sigur. Hún fagnaði þá Íslandsmeistaratitli í höggleik þriðja árið í röð.

Lilja Maren Jónsdóttir, sem varð Akureyrarmeistari á dögunum, endaði í 4. sæti í dag í flokki 15-16 ára eftir hörkubaráttu í leiknum um bronsið en hún tapaði 2/1 fyrir Emblu Hrönn Hallsdóttur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Björk Hannesdóttir úr GA var einnig á meðal þátttakenda í 15-16 ára stúlknaflokki og datt út í 16 manna úrslitum eftir tvær holur af bráðabana.

Í flokki 15-16 ára drengja lék Arnar Freyr Viðarsson best GA félaga en hann spilaði um bronsið og tapaði þeim leik eftir þrjár holur í bráðabana, „Arnar spilaði vel og fékk meðal annars örn á sautjándu holu. Ágúst Már [Þorvaldsson] datt út í 8 manna úrslitum eftir svekkjandi 1/0 tap og Egill Örn [Jónsson] tapaði sínum leik í 16 manna úrslitum,“ segir á vef GA í dag.

Í flokki 17-18 ára drengja var Hafsteinn Thor Guðmundsson eini GA keppandinn og tapaði hann í 16 manna úrslitum.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00