Fimm fengu gullmerki Golfklúbbs Akureyrar
Á aðalfundi Golfklúbbs Akureyrar (GA), sem haldinn var 10. desember sl., voru veittar ýmsar viðurkenningar. Ekki voru aðeins veittar viðurkenningar vegna afreka á golfvellinum heldur einnig fyrir t.d. háttvísi og vegna ósérhlífinna starfa í þágu klúbbsins. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu GA.
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2025. Um hana segir m.a. í fréttinni á vef GA að hún hafi hafnað í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni og í 15. sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Hún var valin í kvennalið GSÍ sem tók þátt á EM í sumar og leiddi kvennalið GA í fjórða sæti í efstu deild á heimavelli í sumar þar sem hún vann alla sína leiki á mótinu.
- Veigar Heiðarsson er karlkylfingur GA 2025, ásamt því að vera valinn Kylfingur GA 2025, en hann átti frábært sumar í golfinu. Meðal annars varð hann í 3. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og datt út í 16 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á móti Íslandsmeistaranum. Veigar var valinn í karlalið GSÍ sem keppti á EM og spilaði með sveit GA á Íslandsmóti golfklúbba þar sem GA endaði í 4. sæti. Veigar tók m.a. þátt í US Junior Open en hann var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á það sterka mót.
- Arnar Freyr Viðarsson hlaut háttvísisbikar GA en um hann segir í fréttinni að hann sé gríðarlega skipulagður og duglegur kylfingur sem setur sér skýr markmið til að vinna að og var árangur á liðnu áru eftir því. Hann var einn af fimm aðilum frá GA sem var valinn í landsliðshóp GSÍ nú í haust.
Þá hlutu sex kylfingar afreksmerki GA en það merki fá þeir kylfingar sem verða Akureyrarmeistarar, Íslandsmeistarar eða eru valdir í landslið á árinu. Það voru þau Lilja Maren Jónsdóttir (Akureyrarmeistari) og Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Egill Örn Jónsson, Finnur Bessi Finnsson og Patrekur Máni Ævarsson (Íslandsmeistarar golfklúbba í flokki 15-16 ára).
Einnig voru veitt silfur- og gullmerki GA á aðalfundinum. Silfurmerki GA hlutu þeir Árni Árnason, Baldur Ingi Karlsson, Benedikt Guðni Gunnarsson, Björn Axelsson, Finnur Helgason, Jón Thorarensen, Ólafur Auðunn Gylfason, Sverrir Þorvaldsson og Tryggi Jóhannsson en í frétt GA kemur fram að þessir aðilar eigi það sameiginlegt að hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn í háa herrans tíð.
Einnig voru fimm gullmerki GA veitt á fundinum en þau sem það hlutu hafa áður fengið silfurmerki. Öll hafa þau unnið í þágu klúbbsins undanfarin ár og hjálpað gríðarlega mikið við hin ýmsu verkefni. Þetta eru þau Halla Sif Svavarsdóttir, Heimir Finnsson, Karl Haraldur Bjarnason, Sigmundur Einar Ófeigsson og Viðar Þorleifsson.
Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?
Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi
Innflytjendur, samningar og staðreyndir
Húsnæðisbóla