Fara í efni
Umræðan

Gervigras á svæði Þórs formlega samþykkt

Gervigrasið verður lagt á svæðið vinstra megin á myndinni, þar sem teiknaðir eru rauðir ferhyrningar. Myndin var tekin 17. júní þegar Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar stóð sem hæst. Mynd: Þorgeir Baldursson

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti formlega í gær, með átta atkvæðum, samning við Íþróttafélagið Þór um uppbyggingu gervigrassvæðis á félagssvæðinu í Glerárhverfi. Bæjarráð hafði áður samþykkt samninginn eins og Akureyri.net greindi frá – sjá hér – en endanleg ákvörðun er bæjarstjórnar.

Um er að ræða svæðið Ásinn austan við keppnisvöll félagsins. Þar verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð, 105 x 68 m, flóðlýsing og 35 x 80 metra æfingasvæði. Gerivgrasið verður tilbúið næsta vor. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að 500 manna áhorfendastúka verði reist austan við völlinn en hún er ekki hluti af samningnum.

Bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, og Sif Jóhannesar Ástudóttir, fulltrúi VG, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þau segja brýna þörf á að bæta æfingaaðstöðu barna á Þórssvæðinu en telja að bærinn færist of mikið í fang á stuttum tíma með íþyngjandi lántku í háu vaxtaumhverfi.

Þremenningarnir bókuðu eftirfarandi:

Það er brýn þörf á að bæta æfingaaðstöðu barna í knattspyrnu á Þórssvæðinu og hefur verið lengi. Því ætti það að vera auðveld ákvörðun að samþykkja þennan samning í dag en tímalína framkvæmdanna, í samhengi við aðrar framkvæmdir, veldur áhyggjum. Við teljum of mikið færst í fang á of stuttum tíma með íþyngjandi lántöku í háu vaxtaumhverfi. Meðal þeirra fjölda verkefna sem eru nú þegar á áætlun eru bygging nýs leikskóla, síðustu áfangar gagngerra endurbóta á Glerárskóla, nýr þjónustukjarni, kostnaðarhlutdeild í stækkun á VMA, ný vélageymsla í Hlíðarfjalli, endurbætur á innilaug Sundlaugar Akureyrar, framkvæmdir við félagsaðstöðu og stúku á KA-svæði, uppbygging á inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar og síðast en ekki síst nauðsynlegar endurbætur á fasteignum Akureyrarbæjar sem hýsa Hjúkrunarheimilið Hlíð en ekki er hægt að sjá að gert hafi verið ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun. Allt góð verkefni, sem engu að síður verða að rúmast innan raunhæfs fjárhagsramma, auk annarra nauðsynlegra verkefna sem hafa ekki ratað inn í fjárhagsáætlun þessa meirihluta eða hafa færst aftar í forgangsröðuninni.

Fulltrúar Akureyrarbæjar og Þórs munu skrifa undir samninginn á föstudag og framkvæmdir hefjast í haust.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30