Fara í efni
Umræðan

Galdrakarlinn í OZ hjá LMA á föstudaginn í Hofi

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, mun frumsýna Galdrakarlinn í Oz á föstudaginn kemur kl. 20.00 í Hofi. Söguna þekkjum við flest, en söngleikurinn er byggður á barnabók eftir L. Frank Baum sem kom út um aldamótin 1900. Síðan þá hefur sagan af Dórotheu, sem feykist til töfralandsins Oz, birst okkur í bókum, á sviði og á hvíta tjaldinu. Nú eru það menntskælingar sem ætla að fylgja Dórotheu á sviði Hamraborgar í Hofi. 

Í ár koma hátt í 90 nemendur skólans að uppsetningu verksins, og það er Egill Andrason sem leikstýrir. Í viðtali við Akureyri.net fyrr á árinu sagði hann; „Það sem mig langar að leggja upp með, er að þetta sé skemmtileg sýning. Ég vil hafa hraða atburðarrás, hafa tónlistina frábæra, að fólk syngi vel, dansi vel og að leikgleðin skíni. Að krakkarnir skíni.“

 

Mynd frá æfingu. Von er á því mikilli tónlist, dansi og söng. Mynd: aðsend

Dóróthea vill ekkert heitar en að komast aftur heim. Hún freistar þess að leita hjálpar hjá Galdrakarlinum í Oz, en á leiðinni til hans hittir hún heilalausu Fuglahræðuna, hjartalausa Tinkarlinn og huglausa Ljónið. Það eru því fleiri sem þurfa á hjálp að halda og saman halda vinirnir í mikla ævintýraferð. Sýningin er fyndin og hjartnæm og sannkölluð veisla fyrir allan aldur, segir í tilkynningu LMA um sýninguna. Varað er við að yngstu leikhúsgestirnir gætu orðið skelfdir. 

Aðeins 6 sýningar eru í boði, en miðasala er á heimasíðu Menningarfélagsins

 

Leikarar sýningarinnar heilsuðu unga fólkinu á Glerártorgi á öskudaginn, þegar blaðamaður Akureyri.net náði af þeim mynd. Mynd: RH

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00