Fara í efni
Umræðan

Gagnrýna meirihlutann fyrir framtaksleysi – Glerárgata í stokk?

Bæði fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn og Andri Teitsson bæjarfulltrúi L-lista nefndu í dag þá hugmynd um að Glerárgata yrði lögð í stokk að hluta. Andri nefndi spottann frá Greifanum og suður að Sjalla; þá leið sem rauða línan þekur á myndinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fulltrúar þriggja flokka í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar gagnrýna meirihlutann fyrir framtaksleysi við undirbúning uppbyggingar á svæði Akureyrarvallar. Á fundi bæjarstjórnar í dag fór fram umræða um framtíðarskipulag vallarsvæðisins að ósk Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Í bókun fjögurra fulltrúa minnihlutaflokka er nefnt að skoða ætti alvarlega þann valkost að setja Glerárgötuna í stokk miðsvæðis og í grein sem Andri Teitsson, bæjarfulltrúa L-listans í meirihlutanum, sendi Akureyri.net að loknum fundinum í dag nefnir hann m.a. einnig þá hugmynd.

Hilda Jana, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir VG og Framsóknarmennirnir Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, óskuðu bókað:

„Það er einkennandi fyrir framtaksleysi meirihlutans að ennþá hafi ekkert verið aðhafst vegna undirbúnings við uppbyggingu á svæði Akureyrarvallar. Úr því sem komið er eru allar líkur á að engar framkvæmdir hefjist á svæðinu á þessu kjörtímabili. Mikilvægt er að vinna án frekari tafa að nýtingu þessa verðmæta byggingarlands, sem gæti skipt bæði atvinnu- og mannlíf miku máli. Þá ætti að skoða alvarlega þann valkost að setja Glerárgötuna í stokk miðsvæðis, með framkvæmd á kostnaðargreiningu sem og viðræðum við Vegagerðina.“

Akureyrarvöllur er íþróttavöllur ei meir en stefnt er að hugmyndasamkeppni um framtíðarnotkun svæðisins. Glerárgatan hægra megin; þjóðvegur 1 í gegnum miðbæinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Töf vegna manneklu og anna

Meirihlutinn í bæjarstjórn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og L-listinn, bókaði eftirfarandi á fundinum:

„Mikil uppbygging er að fara af stað á miðbæjarsvæðinu og í starfsáætlun skipulagsráðs er gert ráð fyrir að farið verði í hugmyndasamkeppni um Akureyrarvöll. Vinna við það hefur dregist, meðal annars vegna manneklu og mikilla anna í öðrum verkefnum. Fyrir liggur að halda kynningarfund um skipulagmál á vormánuðum og opna fyrir Betra Ísland þar sem íbúum gefst þá kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppnina.“

Tækifæri til grundvallarbreytingar

Andri Teitsson, bæjarfulltrúa L-listans, sendi Akureyri.net grein til birtingar eftir fund bæjarstjórnar í dag, sem fyrr segir.

„Uppbygging á Akureyrarvelli er eitt af þessum stóru tækifærum sem koma bara á tíu eða tuttugu ára fresti, til að gera grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi bæjarins, það er staðsetningu íbúðabyggðar, þjónustu og atvinnustarfsemi, og svo samgönguleiðum til að tengja þetta allt saman,“ segir Andri meðal annars.

Eitt af því sem hann nefnir er tækifæri til að tengja betur saman Oddeyrina og miðbæinn.  „Spennandi leið til þess væri að leggja Glerárgötu í stokk til dæmis frá Greifanum og suður að Sjalla,“ segir bæjarfulltrúinn.

Smellið hér til að lesa grein Andra Teitssonar

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30