Fara í efni
Umræðan

Fyrsti sigur KA-manna í Bestu deildinni

Daníel Hafsteinsson skoraði tvisvar í dag í 4-2 sigri KA á Fylki. Ljósmynd: akureyri.net

KA vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í knattspyrnu þetta sumarið þegar liðið vann Fylki í markaleik í 7. umferð deildarinnar. KA-menn sitja þó enn í næstneðsta sætinu, nú með fimm stig.

Staðan var orðin mjög vænleg fyrir KA eftir fyrri hálfleikinn. Sveinn Margeir Hauksson náði forystunni fyrir KA strax á 3. mínútu eftir góða stungusendingu frá Ívari Erni Árnasyni. Daníel Hafsteinsson bætti við öðru marki um miðjan fyrri hálfleikinn og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis varði. Þriggja marka forysta eftir fyrri hálfleikinn og útlit fyrir þægilega heimsiglingu. 

Fylkismenn voru ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát heldur minnkuðu muninn í 3-1 eftir innan við tíu mínútna leik í seinni hálfleiknum. Stundarfjórðungi fyrir leikslok kom svo annað mark gestanna og spenna hlaupin í leikinn, en Ásgeir Sigurgeirsson gulltryggði sigurinn og stigin þrjú á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölurnar 4-2.

Fylkir situr því eftir á botni Bestu deildar karla með eitt stig, en KA fer í fimm stig. Það nægir þó ekki til að hækka sig í töflunni og komast úr fallsæti því Vestri er með sex stig í 10. sæti deildarinnar. Smellið hér til að opna leikskýrsluna. 

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00